Sagði frá því þegar henni var nauðgað af annarri íþróttastjörnu þegar hún var sautján ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 12:30 Ashley Wagner vann til verðlauna á ÓL í Sochi 2014. Getty/y Scott Halleran Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli. Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira
Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli.
Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira