Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2019 18:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. „Ef siðareglurnar eiga að virka sem skyldi þá þurfum að taka þær til bæði endurskoðunar og samræðu innan þingsins því eins og fram hefur komið í mínu máli margoft þá tel ég að þessar siðareglur eigi að vera okkar eigin leiðarvísir um það hvernig við komum fram sem kjörnir fulltrúar og þá þurfum við auðvitað að eiga samtal um það hvernig þessi viðmið eigi að vera,“ segir Katrín. Þá hún að endurskoða þurfi reglur um málsmeðferð en vinna þess efnis er raunar þegar hafin hjá forsætisnefnd. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að tillögur að breyttum málsmeðferðarreglum yrðu lagðar fram á sumarfundi forsætisnefndar 15.-16. ágúst næstkomandi.Vill ekki sjá viðurlög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, viðraði hugmynd um siðanefnd skipaða sérfræðingum utan Alþingis, sem yrði kjörin í upphafi kjörtímabils. Þá er hún þeirrar skoðunar að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir þingmenn. „Mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Jóhanna í greinarstúf sem hún birti á Facebook. Það er undirorpið vafa hvort þessi tillaga sé á annað borð framkvæmanleg því alþingismenn sækja umboð sitt til kjósenda. Katrín Jakobsdóttir segist vera ósammála því að sérstök viðurlög eigi að fylgja brotum gegn siðareglum. „Ég aðhyllist ekki þá stefnu að siðareglum eigi að fylgja viðurlög. Ég er þeirrar skoðunar og það má segja að það sé annar skóli í þessum heimi að siðareglur eigi að mótast í samvinnu þingmanna og að þær eigi að móta menninguna fremur en að þær virki eins og hefðbundin lög með viðurlögum,“ segir Katrín. Í séráliti hinn 25. mars síðastliðinn setti Róbert H. Haraldsson prófessor fram efasemdir um að háttsemi þingmannanna á barnum Klaustri rúmaðist innan gildissviðs siðareglna fyrir alþingismenn.Háskóli Íslands/Kristinn IngvarssonPrófessor telur að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið Gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn er afmarkað í 2. gr. þeirra en þar segir: „Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.“ Róbert H. Haraldsson, prófesssor í heimspeki sem situr í siðanefndinni sem starfar samkvæmt reglunum, hefur dregið í efa að gildissvið siðareglnanna nái yfir samtal þingmannanna á barnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í séráliti hans frá 25. mars sem var hluti af áliti siðanefndar vegna erindis forsætisnefndar. Í séráliti Róberts segir: „Sjálft orðalag ákvæðisins er hvorki skýrt né afgerandi og kallar á túlkun og bollaleggingar. Sú túlkun er t.d. ekki fráleit, sé stuðst við orðanna hljóðan, að ákvæðið eigi eingöngu við um opinberar erindagjörðir þingmanna. Greinargerðin með þingsályktunartillögunni og önnur skýringargögn eru efnislega rýr og veita afar takmarkaðar leiðbeiningar um hvernig túlka beri gildissviðsákvæðið. (...) Sé það t.d. almennur vilji þingmanna að siðareglurnar gildi bókstaflega um allt framferði þingmanna á opinberum vettvangi, sem a.m.k. hluti þingmanna hefur lýst sig hlynntan, ætti að endurskoða gildissviðsákvæðið.“ Forsætisráðherra er ekki sammála þessu. „Ég tel það að vera kjörinn fulltrúi sé annars eðlis en hefðbundið starf og það að vera kjörinn fulltrúi hafi áhrif á framgöngu okkar á öllum opinberum vettvangi, hvort sem það er í einkaerindum eða opinberum erindagjörðum. Og það sem gerðist á Klaustri var að þar var haft uppi orðbragð tímunum saman sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og almennri mannfyrirlitningu og það finnst mér ekki sæma þingmönnum,“ segir hún. En eiga þá reglurnar alltaf að gilda, nema þegar þingmenn eru heima hjá sér? „Þær eiga að gilda á opinberum vettvangi og það er mikilvægt að þingmenn séu til sóma hvar sem þeir koma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. „Ef siðareglurnar eiga að virka sem skyldi þá þurfum að taka þær til bæði endurskoðunar og samræðu innan þingsins því eins og fram hefur komið í mínu máli margoft þá tel ég að þessar siðareglur eigi að vera okkar eigin leiðarvísir um það hvernig við komum fram sem kjörnir fulltrúar og þá þurfum við auðvitað að eiga samtal um það hvernig þessi viðmið eigi að vera,“ segir Katrín. Þá hún að endurskoða þurfi reglur um málsmeðferð en vinna þess efnis er raunar þegar hafin hjá forsætisnefnd. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að tillögur að breyttum málsmeðferðarreglum yrðu lagðar fram á sumarfundi forsætisnefndar 15.-16. ágúst næstkomandi.Vill ekki sjá viðurlög Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, viðraði hugmynd um siðanefnd skipaða sérfræðingum utan Alþingis, sem yrði kjörin í upphafi kjörtímabils. Þá er hún þeirrar skoðunar að brot á siðareglum hafi afleiðingar fyrir þingmenn. „Mætti hugsa sér að þingmaður, sem brotlegur gerist við siðareglur, verði látinn fara í launalaust leyfi tiltekinn tíma sem eftir lifir kjörtímabils í samræmi við alvarleika brotsins,“ segir Jóhanna í greinarstúf sem hún birti á Facebook. Það er undirorpið vafa hvort þessi tillaga sé á annað borð framkvæmanleg því alþingismenn sækja umboð sitt til kjósenda. Katrín Jakobsdóttir segist vera ósammála því að sérstök viðurlög eigi að fylgja brotum gegn siðareglum. „Ég aðhyllist ekki þá stefnu að siðareglum eigi að fylgja viðurlög. Ég er þeirrar skoðunar og það má segja að það sé annar skóli í þessum heimi að siðareglur eigi að mótast í samvinnu þingmanna og að þær eigi að móta menninguna fremur en að þær virki eins og hefðbundin lög með viðurlögum,“ segir Katrín. Í séráliti hinn 25. mars síðastliðinn setti Róbert H. Haraldsson prófessor fram efasemdir um að háttsemi þingmannanna á barnum Klaustri rúmaðist innan gildissviðs siðareglna fyrir alþingismenn.Háskóli Íslands/Kristinn IngvarssonPrófessor telur að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið Gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn er afmarkað í 2. gr. þeirra en þar segir: „Reglur þessar gilda um alþingismenn við opinbera framgöngu þeirra og snerta skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.“ Róbert H. Haraldsson, prófesssor í heimspeki sem situr í siðanefndinni sem starfar samkvæmt reglunum, hefur dregið í efa að gildissvið siðareglnanna nái yfir samtal þingmannanna á barnum Klaustri hinn 20. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í séráliti hans frá 25. mars sem var hluti af áliti siðanefndar vegna erindis forsætisnefndar. Í séráliti Róberts segir: „Sjálft orðalag ákvæðisins er hvorki skýrt né afgerandi og kallar á túlkun og bollaleggingar. Sú túlkun er t.d. ekki fráleit, sé stuðst við orðanna hljóðan, að ákvæðið eigi eingöngu við um opinberar erindagjörðir þingmanna. Greinargerðin með þingsályktunartillögunni og önnur skýringargögn eru efnislega rýr og veita afar takmarkaðar leiðbeiningar um hvernig túlka beri gildissviðsákvæðið. (...) Sé það t.d. almennur vilji þingmanna að siðareglurnar gildi bókstaflega um allt framferði þingmanna á opinberum vettvangi, sem a.m.k. hluti þingmanna hefur lýst sig hlynntan, ætti að endurskoða gildissviðsákvæðið.“ Forsætisráðherra er ekki sammála þessu. „Ég tel það að vera kjörinn fulltrúi sé annars eðlis en hefðbundið starf og það að vera kjörinn fulltrúi hafi áhrif á framgöngu okkar á öllum opinberum vettvangi, hvort sem það er í einkaerindum eða opinberum erindagjörðum. Og það sem gerðist á Klaustri var að þar var haft uppi orðbragð tímunum saman sem einkenndist af kvenfyrirlitningu, fötlunarfordómum og almennri mannfyrirlitningu og það finnst mér ekki sæma þingmönnum,“ segir hún. En eiga þá reglurnar alltaf að gilda, nema þegar þingmenn eru heima hjá sér? „Þær eiga að gilda á opinberum vettvangi og það er mikilvægt að þingmenn séu til sóma hvar sem þeir koma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira