Átakanlegt að sjá alla þessa hrikalegu fátækt Elín Albertsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 13:00 Dvölin í Afríku hefur verið Gunnhildi lærdómsrík. Hún hafði aldrei áður séð slíka fátækt en jafnframt gleði og hefur hún þó farið víða sem fararstjóri. Gunnhildur Gunnarsdóttir starfaði hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér auk þess sem hún er fararstjóri erlendis hjá Vita. Hún stóð á ákveðnum krossgötum, ákvað að láta gott af sér leiða og fór til Þórunnar Helgadóttur í Kenía. Gunnhildur segist hafa fundið gamlan sjónvarpsþátt á netinu um Þórunni Helgadóttur sem rekur barnaskóla í Kenía. „Þetta heillaði mig og ég ákvað að hafa samband við Þórunni sem bauð mig velkomna. Ég dreif mig því út til hennar.“ Gunnhildur og Þórunn með Kevin á milli sín. Hann ólst upp hjá Þórunni en er núna orðinn þekkt poppstjarna í Kenía.Ömurlegt skólakerfi Gunnhildur segist vera agndofa yfir því frábæra starfi sem Þórunn og eiginmaður hennar, Sammy, hafi innt af hendi í Kenía. „Á þessum slóðum er gríðarleg fátækt og börnin afar þakklát fyrir að fá menntun og mat.“ Þegar Gunnhildur er spurð hvort eitthvað hafi komið henni sérstaklega á óvart svarar hún: „Ég hafði áður komið til Afríku og hef sömuleiðis ferðast mikið til Asíu en það kom mér samt á óvart hversu illa er búið að skólakerfinu. Ríkisskólar eru fáir og aðbúnaður miklu verri en ég hafði ímyndað mér. Ég sá skóla sem rekinn er af kirkju. Skólagjöld eru 500 krónur á mánuði sem er of stór biti fyrir mjög marga. Húsnæðið var moldargólf með bárujárni yfir. Bekkirnir litlir og litu út fyrir að vera áratuga gamlir. Það var dimmt inni en börnin samt iðin að læra. Það kom mér sömuleiðis á óvart að Kenía og Rúanda hafa bannað alla plastpokanotkun, þeim hefur tekist það með góðum árangri. Ég las á netinu að það varðar allt að fjögurra ára fangelsi að vera með plastpoka. Einnig er innflutningur á eldri bílum en sjö ára bannaður, sem og innflutningur á gömlum raftækjum frá Evrópu og Asíu.“Það er vel hugsað um börnin í skólanum og þau eru afar þakklát fyrir aðstoðina sem þeim er sýnd. Skólinn er íslenskur.Götubörn í vímu Í höfuðborginni, Naíróbí, eru nokkur stór fátækrahverfi. Ástandið er mun verra en ég hefði getað ímyndað mér. Ég hafði auðvitað aldrei heimsótt fjölskyldur í fátækrahverfum en að sjá þær með eigin augum er átakanlegt. Svo er önnur hlið á borginni, verslunarmiðstöðvar og góðar matvöruverslanir. Þórunn hefur til dæmis sýnt mér spennandi hverfi sem einkennast af fallegum gróðri og trjám. Góðir veitingastaðir eru í Naíróbí og það er greinilegt að Kenía er ferðamannaland sem tekur vel á móti gestum og veðrið einstaklega þægilegt. Ég heimsótti líka götubörn. Það var held ég eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Það er samt nauðsynlegt til að sjá raunveruleikann sem mörg barnanna í skólanum koma frá. Þórunn hefur einnig tekið inn börn sem stúlkur á götunni hafa fætt. Börnin á götunni sniffa lím og dísilolíu blandað saman til að gleyma hungrinu. Þau vildu samt syngja fyrir okkur lag og við gáfum þeim að borða. Þau hámuðu matinn í sig og sýndu þakkæti þó svo að sumir væru í mikilli vímu. Ég hitti hóp stuðningsaðila frá Ameríku. Þau gátu heimsótt sín börn og það var einstaklega ánægjulegt að sjá hvað það gaf báðum aðilum mikið að hittast. Stuðningsaðilarnir heimsóttu einnig fjölskyldur barnanna og það er eiginlega ekki hægt að lýsa aðstöðu fólksins. Öll þessi styrktarbörn koma annaðhvort úr fátækrahverfum eða hafa verið á götunni. Í fátækrahverfunum er kannski eitt klósett eða frekar hola í jörðinni fyrir allt að hundrað manns. Vatn er síður en svo alls staðar. Húsnæðið samanstendur af litlu rými með bárujárni yfir. Sumir sofa á gólfinu og oft er bæði músa- og rottugangur. Þakið lekur og erfitt að finna mat. Sumar konur reyna að þvo þvotta, börnin betla, karlmenn reyna að finna vinnu. Leigan á þessu húsnæði er um 3.000 til 3.500 krónur á mánuði. Það er talsvert fé fyrir þetta fólk.Gunnhildur kynntist skólastarfinu en hún starfaði áður sem kennari.Barn sem varð poppstjarna Þórunn hefur breytt lífi á annað þúsund barna. Þau fara síðan út í lífið og geta stutt fjölskyldur sínar. Menntun er besta leiðin til að komast úr fátækt. Skólinn er í fátækrahverfi sem heitir Kariobangi og þar var áður ruslahaugur. Skólinn hefur því gjörbreytt ásýnd hverfisins. Ein skemmtileg saga er af strák sem heitir Kevin Bahati. Hann kom í desember árið 2006 til Þórunnar á skrifstofu sem hún hafði til afnota í kirkju og spurði hvort hún gæti tekið hann að sér. Kevin var þá 12 ára og munaðarlaus. Hann fékk að gista hjá fólki og tók að sér að þrífa hjá þeim í staðinn. Þórunn sá að það var mikið í hann spunnið en jafnframt hversu dapur hann var. Hún ákvað að taka hann að sér og flutti hann samdægurs inn til hennar. Kevin byrjaði ungur að syngja og dansa. Hann setti lög inn á YouTube og Þórunn hvatti hann til dáða. Núna er hann ein af frægustu poppstjörnum í Kenía. Þórunni hefur verið boðið í spjallþætti í sjónvarpi þar sem Kevin er duglegur að hrósa henni. Okkur var boðið heim til hans þar sem var verið að taka upp raunveruleikaþætti sem hann stýrir. Nú hefur hann efnast og styrkir skólastarfið.Fátækrahverfin í Naíróbí eru skelfileg. Fólk fær ekki mat dögum saman.Umskornar 9 ára Ég fór með Þórunni og Sammy að heimsækja fjölskyldu stúlku sem heitir Grace. Hún er Masaístúlka og hefur hugrekki til að tala um hefðir sem hún sættir sig ekki við. Þótt Grace hafi gengið í grunnskóla bíða yfirleitt önnur örlög þessara stúlkna. Þær eru umskornar á aldrinum 9-10 ára og oft gefnar í hjónaband á unglingsaldri. Eiginmaðurinn er iðulega miklu eldri. Grace þráði að mennta sig og sagði mömmu sinni frá þeirri ósk. Móðirin sagði henni að flýja og hún fór til Þórunnar og Sammy. Við ákváðum að heimsækja frændfjölskyldu Grace sem bjó skammt frá. Þar komu tvær mæður sem grátbáðu Þórunni að taka stelpurnar sínar í skólann. Þær væru 9 ára og stæðu frammi fyrir því að verða umskornar. Þórunn ákvað á að taka þær í skólann. Þær komu með okkur og höfðu aldrei setið í bíl fyrr né farið lengra frá heimilinu en í skólann. Þær höfðu ekki áður séð „venjuleg“ hús eða gengið upp tröppur. Þær þráðu ekkert meira en að fá að komast í burtu og öðlast menntun. Það var algjörlega mögnuð upplifun að fylgjast með þessu,“ segir Gunnhildur. „Móttökurnar sem Þórunn fær hjá Masaíkonunum eru ótrúlegar. Þær færa henni hálsfestar, armbönd, faðma hana og kyssa. Þórunn er dýrkuð og dáð fyrir framlag sitt og augljóst að hún hjálpar þessum stúlkum að öðlast nýtt líf. Þórunn talar reiprennandi svahílí en það er ásamt ensku opinbert tungumál í Kenía. Hún hefur ekki eingöngu aflað sér trausts hjá íbúum heldur líka ómældrar virðingar.Dvölin í Afríku hefur verið Gunnhildi lærdómsrík. Hún hafði aldrei áður séð slíka fátækt en jafnframt gleði og hefur hún þó farið víða sem fararstjóri.Langar að gefa sjónvarp Ég á örugglega eftir að fara aftur til Kenía. Við erum að plana ferð í janúar og vonandi tekst okkur að sýna sem flestum bæði starfsemina og landið sjálft. Þakklætið og gleðin sem skín úr andlitum barnanna er eitthvað sem lætur engan ósnortinn. Ég er einnig búin að ræða mikið við kennarana, það ríkir góður andi í skólanum og hefur þeim Þórunni og Sammy tekist að skapa gott vinnuumhverfi. Mikið þætti mér gaman að geta aðstoðað við fjáröflun því það er svo margt sem enn vantar. Ég var menntaskólakennari í átta ár og hef samanburðinn,“ segir Gunnhildur. „Þetta er íslenskur skóli og við getum öll verið ótrúlega stolt af þessu framtaki og kannski vilja einhverjir leggja hönd á plóg. Þakklætið mun vara til eilífðar. Mig langar mikið að geta gefið þeim sjónvarp. Þau hafa flest aldrei horft á sjónvarp en það væri gaman að gefa þeim tækifæri til að horfa stundum á íþróttaviðburði eða jafnvel bíómynd. Ég veit samt að mikilvægasta verkefnið er að fá meira fjármagn fyrir betri mat, eggjum og jafnvel stundum kjöti,“ segir Gunnhildur enn fremur.Gunnhildur og Þórunn með Kevin á milli sín. Hann ólst upp hjá Þórunni en er núna orðinn þekkt poppstjarna í Kenía.Hlýtt faðmlag „Einn daginn í skólanum safnaðist saman stór hringur í kringum mig. Börnin spurðu mig margra spurninga. Spurðu meðal annars hvort ég ætti mömmu. Ég sagði að ég ætti ekki mömmu, hún hefði dáið þegar ég var 12 ára. Þá komu tvær systur sem búa á heimavistinni og tóku utan um mig, sögðu hvað þeim þætti leitt að heyra það. Sú staðreynd að þær búa á heimavistinni segir mér að þær búa við mjög erfiðar aðstæður. Þarna stóð ég 52 ára kona, nákvæmlega 40 árum eftir að mamma mín dó og fékk þetta fallega faðmlag og mikla samkennd frá stúlkum sem voru á svipuðum aldri og ég þegar mamma mín dó. Ótrúlega falleg upplifun.“ Hjálparstarf Kenía Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir starfaði hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér auk þess sem hún er fararstjóri erlendis hjá Vita. Hún stóð á ákveðnum krossgötum, ákvað að láta gott af sér leiða og fór til Þórunnar Helgadóttur í Kenía. Gunnhildur segist hafa fundið gamlan sjónvarpsþátt á netinu um Þórunni Helgadóttur sem rekur barnaskóla í Kenía. „Þetta heillaði mig og ég ákvað að hafa samband við Þórunni sem bauð mig velkomna. Ég dreif mig því út til hennar.“ Gunnhildur og Þórunn með Kevin á milli sín. Hann ólst upp hjá Þórunni en er núna orðinn þekkt poppstjarna í Kenía.Ömurlegt skólakerfi Gunnhildur segist vera agndofa yfir því frábæra starfi sem Þórunn og eiginmaður hennar, Sammy, hafi innt af hendi í Kenía. „Á þessum slóðum er gríðarleg fátækt og börnin afar þakklát fyrir að fá menntun og mat.“ Þegar Gunnhildur er spurð hvort eitthvað hafi komið henni sérstaklega á óvart svarar hún: „Ég hafði áður komið til Afríku og hef sömuleiðis ferðast mikið til Asíu en það kom mér samt á óvart hversu illa er búið að skólakerfinu. Ríkisskólar eru fáir og aðbúnaður miklu verri en ég hafði ímyndað mér. Ég sá skóla sem rekinn er af kirkju. Skólagjöld eru 500 krónur á mánuði sem er of stór biti fyrir mjög marga. Húsnæðið var moldargólf með bárujárni yfir. Bekkirnir litlir og litu út fyrir að vera áratuga gamlir. Það var dimmt inni en börnin samt iðin að læra. Það kom mér sömuleiðis á óvart að Kenía og Rúanda hafa bannað alla plastpokanotkun, þeim hefur tekist það með góðum árangri. Ég las á netinu að það varðar allt að fjögurra ára fangelsi að vera með plastpoka. Einnig er innflutningur á eldri bílum en sjö ára bannaður, sem og innflutningur á gömlum raftækjum frá Evrópu og Asíu.“Það er vel hugsað um börnin í skólanum og þau eru afar þakklát fyrir aðstoðina sem þeim er sýnd. Skólinn er íslenskur.Götubörn í vímu Í höfuðborginni, Naíróbí, eru nokkur stór fátækrahverfi. Ástandið er mun verra en ég hefði getað ímyndað mér. Ég hafði auðvitað aldrei heimsótt fjölskyldur í fátækrahverfum en að sjá þær með eigin augum er átakanlegt. Svo er önnur hlið á borginni, verslunarmiðstöðvar og góðar matvöruverslanir. Þórunn hefur til dæmis sýnt mér spennandi hverfi sem einkennast af fallegum gróðri og trjám. Góðir veitingastaðir eru í Naíróbí og það er greinilegt að Kenía er ferðamannaland sem tekur vel á móti gestum og veðrið einstaklega þægilegt. Ég heimsótti líka götubörn. Það var held ég eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Það er samt nauðsynlegt til að sjá raunveruleikann sem mörg barnanna í skólanum koma frá. Þórunn hefur einnig tekið inn börn sem stúlkur á götunni hafa fætt. Börnin á götunni sniffa lím og dísilolíu blandað saman til að gleyma hungrinu. Þau vildu samt syngja fyrir okkur lag og við gáfum þeim að borða. Þau hámuðu matinn í sig og sýndu þakkæti þó svo að sumir væru í mikilli vímu. Ég hitti hóp stuðningsaðila frá Ameríku. Þau gátu heimsótt sín börn og það var einstaklega ánægjulegt að sjá hvað það gaf báðum aðilum mikið að hittast. Stuðningsaðilarnir heimsóttu einnig fjölskyldur barnanna og það er eiginlega ekki hægt að lýsa aðstöðu fólksins. Öll þessi styrktarbörn koma annaðhvort úr fátækrahverfum eða hafa verið á götunni. Í fátækrahverfunum er kannski eitt klósett eða frekar hola í jörðinni fyrir allt að hundrað manns. Vatn er síður en svo alls staðar. Húsnæðið samanstendur af litlu rými með bárujárni yfir. Sumir sofa á gólfinu og oft er bæði músa- og rottugangur. Þakið lekur og erfitt að finna mat. Sumar konur reyna að þvo þvotta, börnin betla, karlmenn reyna að finna vinnu. Leigan á þessu húsnæði er um 3.000 til 3.500 krónur á mánuði. Það er talsvert fé fyrir þetta fólk.Gunnhildur kynntist skólastarfinu en hún starfaði áður sem kennari.Barn sem varð poppstjarna Þórunn hefur breytt lífi á annað þúsund barna. Þau fara síðan út í lífið og geta stutt fjölskyldur sínar. Menntun er besta leiðin til að komast úr fátækt. Skólinn er í fátækrahverfi sem heitir Kariobangi og þar var áður ruslahaugur. Skólinn hefur því gjörbreytt ásýnd hverfisins. Ein skemmtileg saga er af strák sem heitir Kevin Bahati. Hann kom í desember árið 2006 til Þórunnar á skrifstofu sem hún hafði til afnota í kirkju og spurði hvort hún gæti tekið hann að sér. Kevin var þá 12 ára og munaðarlaus. Hann fékk að gista hjá fólki og tók að sér að þrífa hjá þeim í staðinn. Þórunn sá að það var mikið í hann spunnið en jafnframt hversu dapur hann var. Hún ákvað að taka hann að sér og flutti hann samdægurs inn til hennar. Kevin byrjaði ungur að syngja og dansa. Hann setti lög inn á YouTube og Þórunn hvatti hann til dáða. Núna er hann ein af frægustu poppstjörnum í Kenía. Þórunni hefur verið boðið í spjallþætti í sjónvarpi þar sem Kevin er duglegur að hrósa henni. Okkur var boðið heim til hans þar sem var verið að taka upp raunveruleikaþætti sem hann stýrir. Nú hefur hann efnast og styrkir skólastarfið.Fátækrahverfin í Naíróbí eru skelfileg. Fólk fær ekki mat dögum saman.Umskornar 9 ára Ég fór með Þórunni og Sammy að heimsækja fjölskyldu stúlku sem heitir Grace. Hún er Masaístúlka og hefur hugrekki til að tala um hefðir sem hún sættir sig ekki við. Þótt Grace hafi gengið í grunnskóla bíða yfirleitt önnur örlög þessara stúlkna. Þær eru umskornar á aldrinum 9-10 ára og oft gefnar í hjónaband á unglingsaldri. Eiginmaðurinn er iðulega miklu eldri. Grace þráði að mennta sig og sagði mömmu sinni frá þeirri ósk. Móðirin sagði henni að flýja og hún fór til Þórunnar og Sammy. Við ákváðum að heimsækja frændfjölskyldu Grace sem bjó skammt frá. Þar komu tvær mæður sem grátbáðu Þórunni að taka stelpurnar sínar í skólann. Þær væru 9 ára og stæðu frammi fyrir því að verða umskornar. Þórunn ákvað á að taka þær í skólann. Þær komu með okkur og höfðu aldrei setið í bíl fyrr né farið lengra frá heimilinu en í skólann. Þær höfðu ekki áður séð „venjuleg“ hús eða gengið upp tröppur. Þær þráðu ekkert meira en að fá að komast í burtu og öðlast menntun. Það var algjörlega mögnuð upplifun að fylgjast með þessu,“ segir Gunnhildur. „Móttökurnar sem Þórunn fær hjá Masaíkonunum eru ótrúlegar. Þær færa henni hálsfestar, armbönd, faðma hana og kyssa. Þórunn er dýrkuð og dáð fyrir framlag sitt og augljóst að hún hjálpar þessum stúlkum að öðlast nýtt líf. Þórunn talar reiprennandi svahílí en það er ásamt ensku opinbert tungumál í Kenía. Hún hefur ekki eingöngu aflað sér trausts hjá íbúum heldur líka ómældrar virðingar.Dvölin í Afríku hefur verið Gunnhildi lærdómsrík. Hún hafði aldrei áður séð slíka fátækt en jafnframt gleði og hefur hún þó farið víða sem fararstjóri.Langar að gefa sjónvarp Ég á örugglega eftir að fara aftur til Kenía. Við erum að plana ferð í janúar og vonandi tekst okkur að sýna sem flestum bæði starfsemina og landið sjálft. Þakklætið og gleðin sem skín úr andlitum barnanna er eitthvað sem lætur engan ósnortinn. Ég er einnig búin að ræða mikið við kennarana, það ríkir góður andi í skólanum og hefur þeim Þórunni og Sammy tekist að skapa gott vinnuumhverfi. Mikið þætti mér gaman að geta aðstoðað við fjáröflun því það er svo margt sem enn vantar. Ég var menntaskólakennari í átta ár og hef samanburðinn,“ segir Gunnhildur. „Þetta er íslenskur skóli og við getum öll verið ótrúlega stolt af þessu framtaki og kannski vilja einhverjir leggja hönd á plóg. Þakklætið mun vara til eilífðar. Mig langar mikið að geta gefið þeim sjónvarp. Þau hafa flest aldrei horft á sjónvarp en það væri gaman að gefa þeim tækifæri til að horfa stundum á íþróttaviðburði eða jafnvel bíómynd. Ég veit samt að mikilvægasta verkefnið er að fá meira fjármagn fyrir betri mat, eggjum og jafnvel stundum kjöti,“ segir Gunnhildur enn fremur.Gunnhildur og Þórunn með Kevin á milli sín. Hann ólst upp hjá Þórunni en er núna orðinn þekkt poppstjarna í Kenía.Hlýtt faðmlag „Einn daginn í skólanum safnaðist saman stór hringur í kringum mig. Börnin spurðu mig margra spurninga. Spurðu meðal annars hvort ég ætti mömmu. Ég sagði að ég ætti ekki mömmu, hún hefði dáið þegar ég var 12 ára. Þá komu tvær systur sem búa á heimavistinni og tóku utan um mig, sögðu hvað þeim þætti leitt að heyra það. Sú staðreynd að þær búa á heimavistinni segir mér að þær búa við mjög erfiðar aðstæður. Þarna stóð ég 52 ára kona, nákvæmlega 40 árum eftir að mamma mín dó og fékk þetta fallega faðmlag og mikla samkennd frá stúlkum sem voru á svipuðum aldri og ég þegar mamma mín dó. Ótrúlega falleg upplifun.“
Hjálparstarf Kenía Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá meira