Umtöluðustu grínistar heims snúa aftur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2019 04:00 Flight of the Conchords á tónleikum í New York. Mynd/Nordicphotos/Getty. Það hefur alltaf verið meiri eftirspurn en framboð af Flight of the Conchords. Fyrir rúmum tíu árum sprakk tvíeykið nýsjálenska út sem vinsælustu grínistar heimsins en hvarf jafn skjótt af sjónarsviðinu. Það var ekki vegna þess að við hefðum fengið leiða á þeim. Þeir fengu leiða á okkur. Í ár kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar í tíu ár og það eina sem hefur breyst er að nú sjást nokkur grá hár. Flight of the Conchords, sem samanstendur af Jemaine Clement og Brett Mackenzie, hóf samstarf árið 2000, í útvarpi og tónleikahaldi. Grínþættir þeirra hjá BBC vöktu athygli árið 2005 og tveimur árum síðar lá leiðin til Ameríku og heimsfrægðar. Samnefnd þáttaröð hjá sjónvarpsstöðinni HBO sló samstundis í gegn. Árið 2009 kom út önnur þáttaröð og var þá mikið meira lagt í framleiðsluna. Gæði efnisins minnkuðu ekki og tvíeykið varð umtöluðustu grínistar veraldar. Þegar HBO skellti samningi á borðið um þriðju þáttaröðina sögðu þeir nei. „Þetta tekur of mikinn tíma,“ sagði Jemaine. „Þetta er orðið leiðinlegt,“ sagði Brett. Svo héldu þeir hvor í sína áttina.Hljómsveitin sló í gegn í útvarpi árið 2005. Mynd/Nordicphotos/Getty.Sneru baki við frægðinni Hvaða klikkun var í gangi? Að snúa baki við heimsfrægð og öllum grínþyrstu aðdáendunum sem öskruðu á meira? Fá dæmi eru um að fólk taki slíka ákvörðun. Mætti kannski helst nefna Jón Gnarr sem ákvað að bjóða sig ekki fram í borgarstjórnarkosningum árið 2014 þrátt fyrir að eiga stólinn vísan. Kannski er þetta eitthvað sem aðeins grínistar gera. Í tíu ár þurftu aðdáendur Flight of the Conchords að ylja sér við sömu gömlu lögin og sömu gömlu þættina. Á nokkurra ára fresti komu Jemaine og Brett samt fram á einstaka tónleikum og aðdáendur héldu í daufa von um að það yrði kveikjan að einhverju meira. Svo gerðist það í fyrra að hljómsveitin kom saman og tók upp tónleikaplötu í London. Voru tónleikarnir einnig gefnir út á myndbandi. „Þið hafið væntanlega tekið eftir því að við erum orðnir eldri en þegar þið sáuð okkur síðast,“ sagði Jemaine. „Við erum ekki veikir.“ Á Live in London er nýtt og brakandi ferst efni í bland við eldri lög með nýjum áherslum. Blaður þeirra milli laganna er ekki síður skemmtilegt. Það virðist óæft en er það alls ekki. Sjálfsháð er list sem engir kunna betur en þeir Jemaine og Brett, nokkurs konar Steini og Olli fyrir hipstera. Einfaldir sveitalubbar, hallærislegir, vitgrannir og vonlausir í kvennamálum.Jemaine Clement og Brett MaKenzie hafa aldrei verið venjulegir. Mynd/Nordicphotos/Getty.Fjölbreytileikinn er lykillinn Lög Flight of the Conchords hafa alltaf notið sín mun betur á tónleikum en í hljóðversupptökum. Á sviði eru þeir líka óhræddir við að breyta lögunum sem er nauðsynlegt í ljósi þess að hvert lag er í raun brandari. Brandarar geta orðið þreyttir séu þeir sagðir of oft. Helsti styrkleiki Flight of the Conchords er hins vegar fjölbreytileikinn og hann sést glögglega á nýja efninu á Live in London. Opnunarlagið Father and son er hugljúf ballaða um veruleikafirrtan helgarpabba, Stana vestri um illmenni sem verður ástfangið af tvífara sínum, Shady Rachel djassslagari um súpuskeiðar og The Summer of 1353 er endurreisnarballaða um misheppnaða viðreynslu. Toppurinn á prógramminu er Iain and Deanna, popprokk-lag um gratt skrifstofufólk. Platan er hreint út sagt frábær og ekki að heyra að þeir hafi tekið sér tíu ára pásu.Dulir um framtíðina Jemaine og Brett lágu ekki í híði allan þennan tíma heldur hafa þeir báðir verið viðloðandi kvikmynda- og þáttagerð. Jemaine leikstýrði vampírumyndinni What We Do in the Shadows árið 2014 og hefur talað inn á fjölda teiknimynda. Brett vann Óskarsverðlaun árið 2012 fyrir lag úr kvikmyndinni um Prúðuleikarana og lék álf í Hobbitanum. Þeir búa enn þá á Nýja-Sjálandi, hafa nú stofnað fjölskyldur og virðast fullkomlega sáttir í eigin skinni samkvæmt viðtölum. Í spjallþætti Stephens Colbert voru þeir spurðir hvers vegna þeir væru ekki sólgnir í frægð og frama. Það var fátt um svör og eins og þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að svara. Kannski átti þetta aldrei að verða svona stórt. Í viðtali við The New York Times sagði Brett: „Þegar þættirnir komu út kynntumst við því hvernig er að vera frægur, það er brjálæði. Við gátum ekki farið út úr húsi án þess að vera angraðir.“ Hvað tekur við í framhaldinu er erfitt að segja því að Jemaine og Brett eru mjög dulir. Í viðtölum snúa þeir nánast öllum spurningum upp í grín og enginn veit hvað þeir eru raunverulega að hugsa og ráðgera. Margir vilja fá nýja þáttaröð, eins og þær gömlu voru, en miðað við viðtöl við Jemaine og Brett á undanförnum árum virðist það ekki í pípunum. Aftur á móti hefur verið rætt um gerð kvikmyndar um hljómsveitina Flight of the Conchords. Báðir hafa nefnt það, síðast Jemaine árið 2015 þegar hann sagði að aðeins nokkur ár væru í að hún yrði að veruleika. Ekki er ósennilegt að Live in London sé ætlað að vera undanfari kvikmyndarinnar, til að minna fólk á hljómsveitina og snilli hennar. Bíó og sjónvarp Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Það hefur alltaf verið meiri eftirspurn en framboð af Flight of the Conchords. Fyrir rúmum tíu árum sprakk tvíeykið nýsjálenska út sem vinsælustu grínistar heimsins en hvarf jafn skjótt af sjónarsviðinu. Það var ekki vegna þess að við hefðum fengið leiða á þeim. Þeir fengu leiða á okkur. Í ár kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar í tíu ár og það eina sem hefur breyst er að nú sjást nokkur grá hár. Flight of the Conchords, sem samanstendur af Jemaine Clement og Brett Mackenzie, hóf samstarf árið 2000, í útvarpi og tónleikahaldi. Grínþættir þeirra hjá BBC vöktu athygli árið 2005 og tveimur árum síðar lá leiðin til Ameríku og heimsfrægðar. Samnefnd þáttaröð hjá sjónvarpsstöðinni HBO sló samstundis í gegn. Árið 2009 kom út önnur þáttaröð og var þá mikið meira lagt í framleiðsluna. Gæði efnisins minnkuðu ekki og tvíeykið varð umtöluðustu grínistar veraldar. Þegar HBO skellti samningi á borðið um þriðju þáttaröðina sögðu þeir nei. „Þetta tekur of mikinn tíma,“ sagði Jemaine. „Þetta er orðið leiðinlegt,“ sagði Brett. Svo héldu þeir hvor í sína áttina.Hljómsveitin sló í gegn í útvarpi árið 2005. Mynd/Nordicphotos/Getty.Sneru baki við frægðinni Hvaða klikkun var í gangi? Að snúa baki við heimsfrægð og öllum grínþyrstu aðdáendunum sem öskruðu á meira? Fá dæmi eru um að fólk taki slíka ákvörðun. Mætti kannski helst nefna Jón Gnarr sem ákvað að bjóða sig ekki fram í borgarstjórnarkosningum árið 2014 þrátt fyrir að eiga stólinn vísan. Kannski er þetta eitthvað sem aðeins grínistar gera. Í tíu ár þurftu aðdáendur Flight of the Conchords að ylja sér við sömu gömlu lögin og sömu gömlu þættina. Á nokkurra ára fresti komu Jemaine og Brett samt fram á einstaka tónleikum og aðdáendur héldu í daufa von um að það yrði kveikjan að einhverju meira. Svo gerðist það í fyrra að hljómsveitin kom saman og tók upp tónleikaplötu í London. Voru tónleikarnir einnig gefnir út á myndbandi. „Þið hafið væntanlega tekið eftir því að við erum orðnir eldri en þegar þið sáuð okkur síðast,“ sagði Jemaine. „Við erum ekki veikir.“ Á Live in London er nýtt og brakandi ferst efni í bland við eldri lög með nýjum áherslum. Blaður þeirra milli laganna er ekki síður skemmtilegt. Það virðist óæft en er það alls ekki. Sjálfsháð er list sem engir kunna betur en þeir Jemaine og Brett, nokkurs konar Steini og Olli fyrir hipstera. Einfaldir sveitalubbar, hallærislegir, vitgrannir og vonlausir í kvennamálum.Jemaine Clement og Brett MaKenzie hafa aldrei verið venjulegir. Mynd/Nordicphotos/Getty.Fjölbreytileikinn er lykillinn Lög Flight of the Conchords hafa alltaf notið sín mun betur á tónleikum en í hljóðversupptökum. Á sviði eru þeir líka óhræddir við að breyta lögunum sem er nauðsynlegt í ljósi þess að hvert lag er í raun brandari. Brandarar geta orðið þreyttir séu þeir sagðir of oft. Helsti styrkleiki Flight of the Conchords er hins vegar fjölbreytileikinn og hann sést glögglega á nýja efninu á Live in London. Opnunarlagið Father and son er hugljúf ballaða um veruleikafirrtan helgarpabba, Stana vestri um illmenni sem verður ástfangið af tvífara sínum, Shady Rachel djassslagari um súpuskeiðar og The Summer of 1353 er endurreisnarballaða um misheppnaða viðreynslu. Toppurinn á prógramminu er Iain and Deanna, popprokk-lag um gratt skrifstofufólk. Platan er hreint út sagt frábær og ekki að heyra að þeir hafi tekið sér tíu ára pásu.Dulir um framtíðina Jemaine og Brett lágu ekki í híði allan þennan tíma heldur hafa þeir báðir verið viðloðandi kvikmynda- og þáttagerð. Jemaine leikstýrði vampírumyndinni What We Do in the Shadows árið 2014 og hefur talað inn á fjölda teiknimynda. Brett vann Óskarsverðlaun árið 2012 fyrir lag úr kvikmyndinni um Prúðuleikarana og lék álf í Hobbitanum. Þeir búa enn þá á Nýja-Sjálandi, hafa nú stofnað fjölskyldur og virðast fullkomlega sáttir í eigin skinni samkvæmt viðtölum. Í spjallþætti Stephens Colbert voru þeir spurðir hvers vegna þeir væru ekki sólgnir í frægð og frama. Það var fátt um svör og eins og þeir vissu ekki hvernig þeir ættu að svara. Kannski átti þetta aldrei að verða svona stórt. Í viðtali við The New York Times sagði Brett: „Þegar þættirnir komu út kynntumst við því hvernig er að vera frægur, það er brjálæði. Við gátum ekki farið út úr húsi án þess að vera angraðir.“ Hvað tekur við í framhaldinu er erfitt að segja því að Jemaine og Brett eru mjög dulir. Í viðtölum snúa þeir nánast öllum spurningum upp í grín og enginn veit hvað þeir eru raunverulega að hugsa og ráðgera. Margir vilja fá nýja þáttaröð, eins og þær gömlu voru, en miðað við viðtöl við Jemaine og Brett á undanförnum árum virðist það ekki í pípunum. Aftur á móti hefur verið rætt um gerð kvikmyndar um hljómsveitina Flight of the Conchords. Báðir hafa nefnt það, síðast Jemaine árið 2015 þegar hann sagði að aðeins nokkur ár væru í að hún yrði að veruleika. Ekki er ósennilegt að Live in London sé ætlað að vera undanfari kvikmyndarinnar, til að minna fólk á hljómsveitina og snilli hennar.
Bíó og sjónvarp Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira