Fólk nýti aðra daga en frídaginn til innkaupa Sighvatur@frettabladid.is skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR FBL/Sigtryggur Ari „Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
„Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira