Ríkisstjórn Nýja-Sjálands leggur til breytingar á þungunarrofslöggjöf Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:26 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/Getty Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern hefur lagt til að réttur kvenna til þungunarrofs verði rýmkaður töluvert. Núgildandi lög í landinu kveða á um að konur megi einungis undirgangast þungunarrof ef tveir læknar samþykkja það og meðgangan er talin ógna heilsu þeirra eða lífi. Í frétt BBC kemur fram að núgildandi lög séu frá árinu 1977 og hafa staðið óbreytt síðan. Núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn Verkamannaflokks Ardern og þjóðernisflokksins Nýja-Sjáland fyrst með stuðningi Græningja, hefur ekki verið samstíga varðandi breytingarnar en Ardern á von á því að málið verði afgreitt fljótlega. Breytingarnar verða lagðar fyrir þingið í fyrsta sinn næstkomandi fimmtudag og verður málið afgreitt sem „samviskumál“, sem þýðir að þingmenn þurfi ekki að greiða atkvæði eftir flokkslínum heldur eftir eigin samvisku. Verði breytingarnar samþykktar geta konur farið í þungunarrof allt að 20. viku meðgöngu og þurfa ekki samþykki né skoðun heilbrigðisstarfsmanna. Viðeigandi stofnanir þurfa þó að bjóða konunum ráðgjöf og eftir 20. viku verður þungunarrof ekki framkvæmt nema heilbrigðisstarfsmenn votti fyrir að andlegt og líkamlegt heilbrigði konunnar sé fullnægjandi fyrir slíka aðgerð. Í breytingunum er einnig gert ráð fyrir því að svæðin í kringum þær stofnanir sem framkvæmda þungunarrof verði „örugg svæði“ til þess að koma í veg fyrir að andstæðingar þungunarrofs geti mótmælt og áreitt þær konur sem kjósa að undirgangast slíka aðgerð. Dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, Andrew Little, segir breytingarnar vera tímabærar og það eigi að líta á þungunarrof sem grundvallarheilbrigðismál. „Kona hefur fullan rétt til þess að ákveða hvað er gert við líkama hennar,“ sagði Little.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20