Þetta er ekki fyndið Haukur Örn Birgisson skrifar 6. ágúst 2019 08:15 Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri. Barátta og ofurviðkvæmni ganga samt sjaldnast hönd í hönd. Þótt þú standir í baráttu þá þýðir það ekki að allir séu á móti þér. Samsærið nær sjaldnast svo langt. Skopmynd sem sýndi feitan og krumpaðan karlmann í kvennaklefa sundlaugar vakti um daginn hörð viðbrögð þeirra sem hafa sett baráttu transfólks á oddinn. Með myndinni var gert grín að nýjum lögum um kynrænt sjálfstæði. Formaður transfólks réði sér vart af vandlætingu og kallaði myndina „hræðsluáróður“ og gerði teiknaranum upp alls kyns annarlegar hvatir og þar með þeim lesendum sem brostu yfir myndinni. Það er stutt í að hugtakið „hatursorðræða“ skjóti upp kollinum og löggan verði kölluð til. Róum okkur nú aðeins! Mér fannst teikningin fyndin en ég skil vel að ekki öllum hafi fundist það. Það skiptir bara engu máli. Húmor verður aldrei skilgreindur og það fær enginn að ákveða fyrir aðra hvað telst fyndið. Þá er engum hollt að taka sjálfan sig of hátíðlega því fáir eru staddir á svo alvarlegum stað í lífinu að ekki megi skopast að því. Ég vil transfólki allt hið besta en það, eins og allir aðrir, verður að þola að gert sé grín að því, því mikið væri lífið nú leiðinlegt ef allir brandarar fjölluðu um lögfræðinga og Hafnfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri. Barátta og ofurviðkvæmni ganga samt sjaldnast hönd í hönd. Þótt þú standir í baráttu þá þýðir það ekki að allir séu á móti þér. Samsærið nær sjaldnast svo langt. Skopmynd sem sýndi feitan og krumpaðan karlmann í kvennaklefa sundlaugar vakti um daginn hörð viðbrögð þeirra sem hafa sett baráttu transfólks á oddinn. Með myndinni var gert grín að nýjum lögum um kynrænt sjálfstæði. Formaður transfólks réði sér vart af vandlætingu og kallaði myndina „hræðsluáróður“ og gerði teiknaranum upp alls kyns annarlegar hvatir og þar með þeim lesendum sem brostu yfir myndinni. Það er stutt í að hugtakið „hatursorðræða“ skjóti upp kollinum og löggan verði kölluð til. Róum okkur nú aðeins! Mér fannst teikningin fyndin en ég skil vel að ekki öllum hafi fundist það. Það skiptir bara engu máli. Húmor verður aldrei skilgreindur og það fær enginn að ákveða fyrir aðra hvað telst fyndið. Þá er engum hollt að taka sjálfan sig of hátíðlega því fáir eru staddir á svo alvarlegum stað í lífinu að ekki megi skopast að því. Ég vil transfólki allt hið besta en það, eins og allir aðrir, verður að þola að gert sé grín að því, því mikið væri lífið nú leiðinlegt ef allir brandarar fjölluðu um lögfræðinga og Hafnfirðinga.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar