Erlent

Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til.
Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. Vísir/ap
Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.

Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli.

Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus.

Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær.

Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.

Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir

Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til.

Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum.


Tengdar fréttir

Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong

Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag.

Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×