Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og brunavörnum Árnessýslu er líklega um erlenda ferðamenn að ræða. Lið frá slökkviliðsstöðinni í Árnesi var sent á vettvang þegar tilkynning barst um slysið, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að slysið hafi ekki reynst jafn alvarlegt og leit út fyrir í fyrstu. Viðbragðsaðilar aðstoðuðu fólkið við að komast úr bílunum en ljóst þykir að áreksturinn hafi verið harður.
Gaukshöfði er merktur inn á kortið hér fyrir neðan en slysið varð á Þjórsárdalsvegi austan við höfðann, áður en komið er að Hjálparfossi. Loka þurfti veginum um tíma en opnað hefur verið aftur fyrir umferð.
Fréttin hefur verið uppfærð.