Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Sveinn Arnarsson skrifar 7. ágúst 2019 06:15 Ratcliffe hyggst vernda Atlantshafslaxinn með því að byggja upp mannvirki í þremur ám. nordicphotos/afp Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Áform Jims Ratcliffe um að byggja laxastiga í laxveiðiám á Norðausturlandi og að hefja stórfelldar hrognasleppingar munu hafa jákvæð staðbundin áhrif á laxastofna sem nýta sér þær ár. Hins vegar mun það ekki hafa stórvægileg áhrif á Atlantshafslaxinn í heild sinni að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra undrast seinagang starfshóps sem forsætisráðherra setti á laggirnar um stefnu varðandi jarðakaup auðmanna hér á landi. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Jim Ratcliffe ætlaði að fara í stórfellda uppbyggingu á Norðausturlandi til að vernda Atlantshafslaxinn sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja síðustu áratugi. Útbreiðsla hans hefur minnkað og stofnstærð. Að sama skapi ætlar Ratcliffe að hefja langtíma vísindarannsóknir í samstarfi við Hafrannsóknastofnun svo öðlast megi betri þekkingu á atferli og lífi Atlantshafslaxins.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.„Þessir laxastigar hafa svo sem sannað ágæti sitt í öðrum ám sem og hrognasleppingar. Þessar aðgerðir geta haft góð áhrif á þann lax sem lifir í þessum ám. Þessar framkvæmdir hafa ekki mikil áhrif á aðrar ár eða stofninn í heild sinni,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón Helgi segir jafnframt að framkvæmdir sem þessar sem stækki búsvæði laxins séu vitaskuld af hinu góða fyrir laxastofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að samningaviðræður séu í gangi milli Ratcliffes og stofnunarinnar um styrki til að rannsaka laxinn á Norðausturlandi. Að sama skapi hafi hér áður fyrr verið mikið samráð við veiðifélög á Austurlandi um rannsóknir. Stutt er þangað til skrifað verður undir samkomulag.Sigurður Ingi undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hraða vinnu um eignarhald einstaklinga á jörðum. „Það var skipaður starfshópur sem hefur að mínu mati ekki unnið nægilega hratt. Ráðherrar munu ræða þessi mál á vinnufundi ráðherra á fimmtudag [á morgun] sem verður í Mývatnssveit sem og að rætt verður við sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Mikilvægt er að lagafrumvarp komi fram næsta vetur,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins styðja langflestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær hugmyndir að löggjöf verði hert um eignarhald á jörðum og að nýtt lagafrumvarp líti dagsins ljós sem taki af öll tvímæli um vilja stjórnvalda. Miklir hagsmunir séu í húfi enda fylgi oft og tíðum mikil og gjöful hlunnindi jörðum hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira