Danski flugdólgurinn kærður fyrir kynferðisofbeldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 13:30 Olesen má ekki keppa aftur á Evrópumótaröðinni fyrr en niðurstaða fæst í hans mál. vísir/getty Danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi, árás og að vera drukkinn í flugvél. Hann þarf að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Olesen var handtekinn á Heathrow í síðustu viku við komuna til London frá Memphis, Tenessee.Daninn var ofurölvi í fluginu og lét öllum illum látum. Olesen áreitti sofandi konu kynferðislega í fluginu og meig á flugvélaganginn. Enski kylfingurinn Ian Poulter var með Olesen í fluginu og reyndi hvað hann gat til að róa flugdólginn niður. Það dugði þó skammt því Olesen hlýddi hvorki Poulter né áhafnarmeðlimum og hélt áfram að vera með dólgslæti allt þar til flugvélin lenti. Lögreglan mætti Olesen í flugvélardyrunum og handtók hann. Olesen, sem er í 64. sæti, hefur verið settur í bann frá Evrópumótaröðinni þar til niðurstaða fæst í hans mál. Hann var í sigurliði Evrópu í Ryderbikarnum á síðasta ári og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni. Þá hefur Olesen, sem er 29 ára, tekið þátt á sex risamótum á ferlinum. Danmörk Golf Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að pissa á flugvélargangi og áreita sofandi konu í sama flugi Dauðadrukkinn danskur kylfingur gerðist sekur um saknæma hegðun á leið sinni frá Bandaríkjunum til Englands. Hann gæti verið á leið í fangelsi. 2. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi, árás og að vera drukkinn í flugvél. Hann þarf að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Olesen var handtekinn á Heathrow í síðustu viku við komuna til London frá Memphis, Tenessee.Daninn var ofurölvi í fluginu og lét öllum illum látum. Olesen áreitti sofandi konu kynferðislega í fluginu og meig á flugvélaganginn. Enski kylfingurinn Ian Poulter var með Olesen í fluginu og reyndi hvað hann gat til að róa flugdólginn niður. Það dugði þó skammt því Olesen hlýddi hvorki Poulter né áhafnarmeðlimum og hélt áfram að vera með dólgslæti allt þar til flugvélin lenti. Lögreglan mætti Olesen í flugvélardyrunum og handtók hann. Olesen, sem er í 64. sæti, hefur verið settur í bann frá Evrópumótaröðinni þar til niðurstaða fæst í hans mál. Hann var í sigurliði Evrópu í Ryderbikarnum á síðasta ári og hefur unnið fimm mót á Evrópumótaröðinni. Þá hefur Olesen, sem er 29 ára, tekið þátt á sex risamótum á ferlinum.
Danmörk Golf Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að pissa á flugvélargangi og áreita sofandi konu í sama flugi Dauðadrukkinn danskur kylfingur gerðist sekur um saknæma hegðun á leið sinni frá Bandaríkjunum til Englands. Hann gæti verið á leið í fangelsi. 2. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Handtekinn fyrir að pissa á flugvélargangi og áreita sofandi konu í sama flugi Dauðadrukkinn danskur kylfingur gerðist sekur um saknæma hegðun á leið sinni frá Bandaríkjunum til Englands. Hann gæti verið á leið í fangelsi. 2. ágúst 2019 10:45