Hótelstjórum stillt upp við vegg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Allt að 90 prósent viðskipta íslenskra hótela fara í gegnum erlendar bókunarþjónustur. Nordicphotos/Getty Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira