Vesturlönd verða fyrir ofþægindum Þórlindur Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 07:15 Í vikunni voru sagðar fréttir af því að búið væri að telja saman hversu margir Danir þjáist af svokölluðum lífsstílssjúkdómum. Niðurstaðan er sú að þegar nálgast miðjan aldur þá þarf vísitölubauninn að búa við 2,7 slíka kvilla. Flestir þeirra eru varanlegir og útheimta sífellt pilluát, sem fer stöðugt vaxandi alveg fram á grafarbakkann. Danir eru líklega ein óheilbrigðasta þjóðin í Vestur-Evrópu. Þar er mikið reykt af sígarettum, mikill bjór drukkinn og hjólreiðar stundaðar án hjálma og hlífðarbúnaðar. Reyndar telst það síðarnefnda alls ekki frændum okkar til lasts, heldur tekna—en það dugir þó illa til að vega upp á móti ölinu, tóbakinu og svínafitunni. En þótt Danirnir séu eflaust verr staddir en margar aðrar þjóðir þá er öruggt að öll velmegandi samfélög Vesturlanda eru á nákvæmlega sömu leið. Sums staðar er því spáð að innan skamms kunni það að verða algengt að börn deyi á undan foreldrum sínum—ekki bara að yngri kynslóðin lifi skemur en sú eldri, heldur að fleiri falli frá á undan heilsuhraustari kynslóð foreldra sinna. Fyrir utan stríðstíma er ólíklegt að þessi veruleiki hafi áður blasað við.Veiklaðir Vesturlandabúar Vesturlandabúar eru sífellt að veiklast. Þeir hreyfa sig lítið, borða óhollan mat og mikið af honum, sofa lítið og illa; og til að bæta dökkgráu ofan á kolsvart þá býr fólk við sífellt meiri streitu, einangrun, einmanaleika, síþreytu og kulnun í starfi. Þótt það virðist vera orðið viðkvæmt að benda á það; þá er hreyfingarleysi og offita sannarlega orðin að heilsufarslegri vá sem taka verður alvarlega. Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir hvernig hann lítur út og þeir sem glíma við lífsstílssjúkdóma á borð við offitu eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna sem þeir ráða engu um. Það sama má segja um þá fjölmörgu sem bera ekki utan á sér einkenni slíkra kvilla, en þjást engu að síður bæði líkamlega og andlega, til dæmis vegna fíknar, geðsjúkdóma, ofþreytu og þunglyndis. Gana og Holland Í fyrirlestri sem ég sá á netinu tekur hollenskur læknir dæmi af tveimur einstaklingum og ber saman heilsufar þeirra. Annars vegar nefnir hann til sögunnar 68 ára gamlan Hollending og hins vegar 88 ára mann frá Gana. Læknirinn fullyrðir að báðir séu dæmigerðir í sínum hópi; en þegar heilsufar Hollendinga „á besta aldri“ er borið saman við háaldraða Ganverja þá kemur í ljós að öldungar frá sársnauðum héruðum Gana eru hraustari á nær alla mælikvarða. Meðal þeirra þekkjast varla hjartasjúkdómar eða stoðkerfisvandamál. Munurinn á lífslíkum í löndunum tveimur er töluverður en skýrist aðallega af miklu meiri barnadauða í Gana. Fyrir þá sem njóta þeirra forréttinda að þroskast og eldast þá eru lífslíkurnar sambærilegar; en heilsufar Ganverjanna miklum mun betra. Er þá þar með sagt að það sé betra að fæðast í Gana heldur en í Hollandi eða Danmörku? Auðvitað ekki. Það er hins vegar áhugavert að í Gana býður lífsstíllinn upp á algjörlega ókeypis lausn á þeim vanda Vesturlanda sem bæði einstaklingar og ríkisstjórnir væru tilbúin að eyða nánast óþrjótandi fjármunum í að leysa. Semsagt—hvernig getum við lifað lengur góðu lífi án þess að þurfa á rándýrri læknisaðstoð eða lyfjum að halda? Tvö vandamál Á Vesturlöndum horfum við upp á tvö yfirgnæfandi vandamál. Annars vegar eru það loftslags- og umhverfismál þar sem núverandi eyðsla okkar á náttúruauðlindum er smám saman að grafa undan forsendum fyrir lífsgæðum komandi kynslóða. Hins vegar eru það lýðfræðilegar áskoranir, sem felast í því að sífellt hærra hlutfall fólks verður gamalt og háð dýrri læknisþjónustu sem samfélögin geta ekki staðið undir með núverandi áframhaldi. Að miklu leyti tengjast þessi vandamál og eiga sér svipaðar rætur. Hin mikla neysla á óþörfum lífsgæðum stuðlar bæði að óábyrgri nýtingu auðlinda og auknum lífsstílstengdum kvillum. Alls staðar eru að koma betur í ljós afleiðingarnar af þeim lífsstíl sem Vesturlönd hafa komið sér upp á undanförnum áratugum en kannski er enn hægt að gera eitthvað til þess að bregðast við hér á landi. Það þarf þá að byrja að stuðla að raunverulegri hugarfarsbreytingu. Eins og mamma þín segir Svörin eru öllum ljós, og hafa alltaf verið það. Við eigum að borða hollar, sofa betur, hitta vini okkar, hreyfa okkur meira og gera almennt meira eins og mamma okkar segir okkur. En þrátt fyrir að engra nýrra vísinda sé þörf þá gengur okkur flestum samt svo erfiðlega að hlýða allri þessari skynsemi. Þótt stjórnmálamenn geti trauðla farið að segja fólki að borða fleiri gulrætur, mæta oftar í líkamsrækt, ganga í vinnuna eða fara fyrr að sofa á kvöldin þá hafa pólitískar og skipulagslegar ákvarðanir veruleg áhrif á það hversu líklegt það er að fólki takist að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl sínum. Skipulag í borgum og bæjum ætti að miða að því að gera fólki kleift að komast flestra sinna erinda fótgangandi og gera þarf líkamsrækt og holla lifnaðarhætti að stærri hluta af heilbrigðiskerfinu. Vinnustaðir kyrrsetufólks ættu að gera göngufundi að venju og svo mætti áfram telja. Óþægindi og ofþægindi Við búum í samfélagi þar sem það þykir ekki skrýtið að keyra á bíl í líkamsræktarstöð til þess að hlaupa þar á kyrrstæðu bretti. Víða á netinu eru fyndin dæmi af fólki sem raðar sér í rúllustiga á leiðinni með töskuna sína í líkamsræktina. Slíkar myndir undirstrika að hið raunverulega vandamál er líklega fólgið í einstaklega djúpstæðum áhuga okkar á því að komast hjá öllum mögulegum óþægindum. Við göngum afskaplega langt til þess að komast hjá hvers kyns líkamlegri áreynslu í daglegu lífi okkar, jafnvel þótt við hömumst á lóðum og liðamótum nokkrum sinnum í viku í skyldulíkamsræktinni. Þegar Hollendingarnir velmegandi eldast væru líklega flestir þeirra tilbúnir til þess að gefa allt sem þeir eiga til þess að vera jafnheilsuhraustir og Ganverjarnir fátæku. Og ósennilegt er að Ganverjanum þætti freistandi að láta borga sér fyrir að taka við lífsstílssjúkdómum Vesturlandabúanna. Þótt mörg velmegunarþægindi séu ósköp hugguleg er ekki víst að þau séu öll þess virði þegar upp er staðið. Það er freistandi að verða ofþægindunum að bráð og flestum okkar væri líklega hollara að gera almennt meira af því sem mamma okkar segir okkur, jafnvel þótt það hafi í för með sér óþægindi. Við höfum gott af þeim.w Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Sjá meira
Í vikunni voru sagðar fréttir af því að búið væri að telja saman hversu margir Danir þjáist af svokölluðum lífsstílssjúkdómum. Niðurstaðan er sú að þegar nálgast miðjan aldur þá þarf vísitölubauninn að búa við 2,7 slíka kvilla. Flestir þeirra eru varanlegir og útheimta sífellt pilluát, sem fer stöðugt vaxandi alveg fram á grafarbakkann. Danir eru líklega ein óheilbrigðasta þjóðin í Vestur-Evrópu. Þar er mikið reykt af sígarettum, mikill bjór drukkinn og hjólreiðar stundaðar án hjálma og hlífðarbúnaðar. Reyndar telst það síðarnefnda alls ekki frændum okkar til lasts, heldur tekna—en það dugir þó illa til að vega upp á móti ölinu, tóbakinu og svínafitunni. En þótt Danirnir séu eflaust verr staddir en margar aðrar þjóðir þá er öruggt að öll velmegandi samfélög Vesturlanda eru á nákvæmlega sömu leið. Sums staðar er því spáð að innan skamms kunni það að verða algengt að börn deyi á undan foreldrum sínum—ekki bara að yngri kynslóðin lifi skemur en sú eldri, heldur að fleiri falli frá á undan heilsuhraustari kynslóð foreldra sinna. Fyrir utan stríðstíma er ólíklegt að þessi veruleiki hafi áður blasað við.Veiklaðir Vesturlandabúar Vesturlandabúar eru sífellt að veiklast. Þeir hreyfa sig lítið, borða óhollan mat og mikið af honum, sofa lítið og illa; og til að bæta dökkgráu ofan á kolsvart þá býr fólk við sífellt meiri streitu, einangrun, einmanaleika, síþreytu og kulnun í starfi. Þótt það virðist vera orðið viðkvæmt að benda á það; þá er hreyfingarleysi og offita sannarlega orðin að heilsufarslegri vá sem taka verður alvarlega. Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir hvernig hann lítur út og þeir sem glíma við lífsstílssjúkdóma á borð við offitu eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna sem þeir ráða engu um. Það sama má segja um þá fjölmörgu sem bera ekki utan á sér einkenni slíkra kvilla, en þjást engu að síður bæði líkamlega og andlega, til dæmis vegna fíknar, geðsjúkdóma, ofþreytu og þunglyndis. Gana og Holland Í fyrirlestri sem ég sá á netinu tekur hollenskur læknir dæmi af tveimur einstaklingum og ber saman heilsufar þeirra. Annars vegar nefnir hann til sögunnar 68 ára gamlan Hollending og hins vegar 88 ára mann frá Gana. Læknirinn fullyrðir að báðir séu dæmigerðir í sínum hópi; en þegar heilsufar Hollendinga „á besta aldri“ er borið saman við háaldraða Ganverja þá kemur í ljós að öldungar frá sársnauðum héruðum Gana eru hraustari á nær alla mælikvarða. Meðal þeirra þekkjast varla hjartasjúkdómar eða stoðkerfisvandamál. Munurinn á lífslíkum í löndunum tveimur er töluverður en skýrist aðallega af miklu meiri barnadauða í Gana. Fyrir þá sem njóta þeirra forréttinda að þroskast og eldast þá eru lífslíkurnar sambærilegar; en heilsufar Ganverjanna miklum mun betra. Er þá þar með sagt að það sé betra að fæðast í Gana heldur en í Hollandi eða Danmörku? Auðvitað ekki. Það er hins vegar áhugavert að í Gana býður lífsstíllinn upp á algjörlega ókeypis lausn á þeim vanda Vesturlanda sem bæði einstaklingar og ríkisstjórnir væru tilbúin að eyða nánast óþrjótandi fjármunum í að leysa. Semsagt—hvernig getum við lifað lengur góðu lífi án þess að þurfa á rándýrri læknisaðstoð eða lyfjum að halda? Tvö vandamál Á Vesturlöndum horfum við upp á tvö yfirgnæfandi vandamál. Annars vegar eru það loftslags- og umhverfismál þar sem núverandi eyðsla okkar á náttúruauðlindum er smám saman að grafa undan forsendum fyrir lífsgæðum komandi kynslóða. Hins vegar eru það lýðfræðilegar áskoranir, sem felast í því að sífellt hærra hlutfall fólks verður gamalt og háð dýrri læknisþjónustu sem samfélögin geta ekki staðið undir með núverandi áframhaldi. Að miklu leyti tengjast þessi vandamál og eiga sér svipaðar rætur. Hin mikla neysla á óþörfum lífsgæðum stuðlar bæði að óábyrgri nýtingu auðlinda og auknum lífsstílstengdum kvillum. Alls staðar eru að koma betur í ljós afleiðingarnar af þeim lífsstíl sem Vesturlönd hafa komið sér upp á undanförnum áratugum en kannski er enn hægt að gera eitthvað til þess að bregðast við hér á landi. Það þarf þá að byrja að stuðla að raunverulegri hugarfarsbreytingu. Eins og mamma þín segir Svörin eru öllum ljós, og hafa alltaf verið það. Við eigum að borða hollar, sofa betur, hitta vini okkar, hreyfa okkur meira og gera almennt meira eins og mamma okkar segir okkur. En þrátt fyrir að engra nýrra vísinda sé þörf þá gengur okkur flestum samt svo erfiðlega að hlýða allri þessari skynsemi. Þótt stjórnmálamenn geti trauðla farið að segja fólki að borða fleiri gulrætur, mæta oftar í líkamsrækt, ganga í vinnuna eða fara fyrr að sofa á kvöldin þá hafa pólitískar og skipulagslegar ákvarðanir veruleg áhrif á það hversu líklegt það er að fólki takist að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl sínum. Skipulag í borgum og bæjum ætti að miða að því að gera fólki kleift að komast flestra sinna erinda fótgangandi og gera þarf líkamsrækt og holla lifnaðarhætti að stærri hluta af heilbrigðiskerfinu. Vinnustaðir kyrrsetufólks ættu að gera göngufundi að venju og svo mætti áfram telja. Óþægindi og ofþægindi Við búum í samfélagi þar sem það þykir ekki skrýtið að keyra á bíl í líkamsræktarstöð til þess að hlaupa þar á kyrrstæðu bretti. Víða á netinu eru fyndin dæmi af fólki sem raðar sér í rúllustiga á leiðinni með töskuna sína í líkamsræktina. Slíkar myndir undirstrika að hið raunverulega vandamál er líklega fólgið í einstaklega djúpstæðum áhuga okkar á því að komast hjá öllum mögulegum óþægindum. Við göngum afskaplega langt til þess að komast hjá hvers kyns líkamlegri áreynslu í daglegu lífi okkar, jafnvel þótt við hömumst á lóðum og liðamótum nokkrum sinnum í viku í skyldulíkamsræktinni. Þegar Hollendingarnir velmegandi eldast væru líklega flestir þeirra tilbúnir til þess að gefa allt sem þeir eiga til þess að vera jafnheilsuhraustir og Ganverjarnir fátæku. Og ósennilegt er að Ganverjanum þætti freistandi að láta borga sér fyrir að taka við lífsstílssjúkdómum Vesturlandabúanna. Þótt mörg velmegunarþægindi séu ósköp hugguleg er ekki víst að þau séu öll þess virði þegar upp er staðið. Það er freistandi að verða ofþægindunum að bráð og flestum okkar væri líklega hollara að gera almennt meira af því sem mamma okkar segir okkur, jafnvel þótt það hafi í för með sér óþægindi. Við höfum gott af þeim.w
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun