Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2019 12:41 Lokað hefur verið fyrir gangandi umferð um tröppur frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Vísir/Baldur Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat. Reykjavík Skipulag Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira