Brostu þó illa tenntur sért Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar