Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Merki Huawei. Nordicphotos/AFP Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00