„Þessi á ekki séns í úlfagryfjunni“ Ari Brynjólfsson skrifar 20. júlí 2019 10:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Stefán Árið hefur verið stormasamt hjá meirihlutanum í Reykjavík. Dóra Björt Guðjónsdóttir, yngsti forseti borgarstjórnar í sögunni, segir frá áskorununum sem því hafa fylgt. Við hittum Dóru Björt á kaffihúsi í miðbænum. Hún á ekki bíl og notar því helst almenningssamgöngur þegar hún þarf að ferðast lengri leiðir. Í þetta skiptið var hún að flýta sér og fékk því skutl hjá þingmanni Pírata. „Ég vil kaffið mitt svart. Svart eins og sál mín,“ segir hún og hlær hátt. Húmorinn er mjög skammt frá yfirborðinu, en það verður að segjast að hann sé nokkuð óhefðbundinn. „Ég er komin af uppreisnarmönnum. Bæði vinstrafólki að vestan og hörðum Sjálfstæðismönnum. Þess vegna vil ég passa að fyrirtæki fái að dafna og einkaframtakið njóti sín, en á sama tíma að passa að allir fái þann stuðning sem þeir þurfa. Rautt og blátt sameinast í fjólublátt.“ Vill hún þó ekki meina að það útskýri að fullu hvers vegna hún sé pínu spes. „Það gæti verið af því að ég er alin upp í Elliðaárdalnum. Það er sveit í borg þannig að ég hafði mikið rými til að vera ein. Fór upp í tré að lesa eða var úti í skógi að dúlla mér.“ Dóra Björt tók við embættinu á þrítugsafmælinu sínu síðasta sumar og varð þar með yngsti borgarfulltrúinn til að gegna embættinu frá upphafi. „Þetta er klárlega erfiðara starf en ég gerði mér grein fyrir en starf sem býður þó upp á fleiri möguleika til að koma hugsjónum mínum til leiðar en ég hafði séð fyrir. Hvílíkt ár,“ segir Dóra Björt. „Það er skemmtileg tilviljun að við Pawel séum bæði að feta ótroðnar slóðir – ég sem yngsti forseti sögunnar og Pawel sem fyrsti forsetinn af erlendum uppruna.“ Það sem eftir lifir af kjörtímabilinu stýrir hún mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði borgarinnar. Eru það málefni sem eru henni og Pírötum mjög hugleikin. Hún bjó í sjö ár erlendis, í Noregi og Þýskalandi, en flutti heim til að taka þátt í stjórnmálum. „Ég þoldi ekki að horfa upp á ástandið úr fjarlægð,“ segir Dóra Björt „Þegar ég flutti heim fannst sumu fólki í Pírötum ég vera of mjúk. Það var sagt um mig að ég ætti ekki séns í úlfagryfjunni. Ég væri of mjúk fyrir þetta erfiða umhverfi og hefði ekki nægilega mikla hörku,“ segir hún og lítur upp. „Mig langar til að sýna ungum konum að þær geti náð markmiðum sínum þrátt fyrir neikvæðnisraddir. Lykillinn er að trúa á sjálfa sig og gefast ekki upp þótt á móti blási.“ Þrátt fyrir mikinn metnað hefur hún þó lítinn áhuga á að verða borgarstjóri. „Ég treysti mér alveg í það, en ég er ekki týpan til að láta taka myndir af mér reglulega að klippa borða,“ segir Dóra Björt. „Ég vil vinna að verkefnum sem skipta máli. Ég vil halda áfram að auka gagnsæi, bæði innan kerfisins og líka þegar kemur að kjörnum fulltrúum.“Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili.Fréttablaðið/Anton BrinkDóra Björt segir að nú þegar hafi hún náð ýmsu í gegn. Þar á meðal að hafa hleypt minnihlutanum inn í forsætisnefnd og að birta laun kjörinna fulltrúa á vefnum. „Á síðasta fundi borgarstjórnar sem forseti lagði ég fram drög að nýjum hagsmunaskráningarreglum sem eru framsæknar og ganga enn lengra en nýjar reglur Alþingis og munu auka gagnsæi í kringum hagsmuni kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna til muna.“ Hennar markmið er að gera Reykjavík að grænni nútímaborg. „Ég lít á mig sem kyndilbera fólks sem hefur upplifað lífsgæðin við það að búa í þéttri og frjálslyndri borg þar sem þú þarft ekki að eiga bíl og hefur aðgang að nærþjónustu. Takturinn í lífinu breytist, heilsan batnar og það verða til svona núvitundaraugnablik í hversdagsleikanum sem þessi borgarumgjörð getur skapað.“ Dóra Björt hefur vakið nokkra athygli fyrir að lesa alltaf ljóð í lok fundar. Fékk hún innblástur frá forvera sínum, Elsu Yeoman, sem endaði fundi sína sem forseti á að bjóða góða nótt og segja: „Takk fyrir að velja Reykjavík.“ „Þetta var eins og hún væri að vinna fyrir flugfélag. Mér fannst það eitthvað svo krúttlegt og kúl að ég ákvað að búa til mína eigin hefð með því að lesa alltaf ljóð sem fanga stemningu og mál fundarins með einhverju móti. Ég hef því aldrei valið ljóðin fyrir fram heldur á fundinum sjálfum. Það hefur stundum verið skrifað um þetta í fjölmiðlum, sérstaklega vakti það lukku þegar ég las upp ljóðið ,,Sódóma“ eftir skáldahópinn Sálina hans Jóns míns.“ Hún gekk skrefinu lengra þegar hún fór með leikþátt í pontu. Lék hún atriði úr gamanþáttunum Litla Bretland til að sýna fram á mikilvægi þjónustustefnu Reykjavíkur. „Þjónustustefnan á að koma í veg fyrir svona hugarfar eins og kemur fram í ,,Computer says no“ leikþættinum úr Little Britain. Ég ákvað að bæta honum framan við ræðuna mína bara rétt fyrir fund og þýddi leikþáttinn á núll einni. Það var hin fínasta ákvörðun.“ Veturinn hefur verið með þeim stormasamari í borgarstjórn, minnihlutinn hefur verið með klærnar á lofti og reglulega falla stór orð, bæði í pontu og í fjölmiðlum. „Mín upplifun er sú að sumir fulltrúar minnihlutans deili ekki þeirri sýn með mér að gagnrýni þurfi að vera málefnaleg.” Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í mars minnkaði traust til borgarstjórnar Reykjavíkur milli ára, lækkaði hlutfall þeirra sem bera mikið traust til hennar um 8 prósentustig og fór úr 24 prósentum í 16 prósent. Er það minna traust en til Alþingis. „Niðurrif er af hinu slæma og þegar það gengur svo langt að það lamar kerfin og kemur í veg fyrir að góð mál komist til framkvæmda þá kemur það fyrst og fremst niður á borgarbúum,“ segir Dóra Björt.Ráðhúsið er vinnustaður Dóru Bjartar sem er yngsti forseti borgarstjórnar í sögunni.Fréttablaðið/Stefán„Ef samskiptin eru svo eitruð að borgarstjórn fær á sig neikvætt yfirbragð þá grefur það líka undan trausti almennings á kjörnum fulltrúum og stjórnmálum yfirleitt. Þetta er lýðræðislegt vandamál.“ Meirihlutinn hefur virkað út á við sem mjög samheldinn hópur. „Sem hann er. Við erum sammála um svo margt, hvort sem það er borgarlína, flugvöllurinn eða skipulagsmál. Ég held að við séum róttækasta aflið sem er við stjórn á landinu þegar kemur að loftslagsmálum,“ segir Dóra Björt. Það sést á henni að hún vill koma næstu orðum rétt frá sér. „Við sjáum um að framkvæma, það sem við erum ekki sammála um fer ekki til framkvæmda. Við höfum alveg rifist og erum augljóslega mjög ósammála um ýmislegt enda gjörólíkir f lokkar. En við leysum það bara okkar á milli og meirihlutasamstarfið hefur aldrei verið í hættu.“ Bros Dóru Bjartar dofnar. „Ég ætla bara að vera hreinskilin og segja að þetta getur verið erfitt. Suma daga þrái ég ekkert frekar en að loka mig frá umheiminum. En ef þú mætir ekki í vinnuna og lætur ekki í þér heyra þá vantar þína rödd í herbergið. Kjósendur mínir treysta á að mín rödd heyrist í öllum þessum herbergjum á hverjum degi og það eru þeir sem koma mér á staðinn. En þessi erfiðu augnablik hafa líka styrkt mig. Mér hefur tekist að takast betur á við ljótar athugasemdir sem hefðu sært mig fyrir ári og jafnvel látið mig efast um eigið ágæti,“ segir hún. „En auðvitað er þetta vandasamt því þú vilt heldur ekki búa til skjöld og loka alla úti. Því er þetta jafnvægislist. Þú verður bara að muna athugasemdir hverra skipta máli. Þarna úti er fullt af fólki sem vill ekkert frekar en að þér mistakist og nýtur þess þegar þér verður á. En það er fullt af fólki sem hefur sömu hugsjón og þú og treystir á þig. Það er þetta fólk sem skiptir mig öllu máli. Það er þetta fólk sem ég hleyp aðeins hraðar fyrir á hverjum einasta degi.“ Birtist í Fréttablaðinu Píratar Reykjavík Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira
Árið hefur verið stormasamt hjá meirihlutanum í Reykjavík. Dóra Björt Guðjónsdóttir, yngsti forseti borgarstjórnar í sögunni, segir frá áskorununum sem því hafa fylgt. Við hittum Dóru Björt á kaffihúsi í miðbænum. Hún á ekki bíl og notar því helst almenningssamgöngur þegar hún þarf að ferðast lengri leiðir. Í þetta skiptið var hún að flýta sér og fékk því skutl hjá þingmanni Pírata. „Ég vil kaffið mitt svart. Svart eins og sál mín,“ segir hún og hlær hátt. Húmorinn er mjög skammt frá yfirborðinu, en það verður að segjast að hann sé nokkuð óhefðbundinn. „Ég er komin af uppreisnarmönnum. Bæði vinstrafólki að vestan og hörðum Sjálfstæðismönnum. Þess vegna vil ég passa að fyrirtæki fái að dafna og einkaframtakið njóti sín, en á sama tíma að passa að allir fái þann stuðning sem þeir þurfa. Rautt og blátt sameinast í fjólublátt.“ Vill hún þó ekki meina að það útskýri að fullu hvers vegna hún sé pínu spes. „Það gæti verið af því að ég er alin upp í Elliðaárdalnum. Það er sveit í borg þannig að ég hafði mikið rými til að vera ein. Fór upp í tré að lesa eða var úti í skógi að dúlla mér.“ Dóra Björt tók við embættinu á þrítugsafmælinu sínu síðasta sumar og varð þar með yngsti borgarfulltrúinn til að gegna embættinu frá upphafi. „Þetta er klárlega erfiðara starf en ég gerði mér grein fyrir en starf sem býður þó upp á fleiri möguleika til að koma hugsjónum mínum til leiðar en ég hafði séð fyrir. Hvílíkt ár,“ segir Dóra Björt. „Það er skemmtileg tilviljun að við Pawel séum bæði að feta ótroðnar slóðir – ég sem yngsti forseti sögunnar og Pawel sem fyrsti forsetinn af erlendum uppruna.“ Það sem eftir lifir af kjörtímabilinu stýrir hún mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði borgarinnar. Eru það málefni sem eru henni og Pírötum mjög hugleikin. Hún bjó í sjö ár erlendis, í Noregi og Þýskalandi, en flutti heim til að taka þátt í stjórnmálum. „Ég þoldi ekki að horfa upp á ástandið úr fjarlægð,“ segir Dóra Björt „Þegar ég flutti heim fannst sumu fólki í Pírötum ég vera of mjúk. Það var sagt um mig að ég ætti ekki séns í úlfagryfjunni. Ég væri of mjúk fyrir þetta erfiða umhverfi og hefði ekki nægilega mikla hörku,“ segir hún og lítur upp. „Mig langar til að sýna ungum konum að þær geti náð markmiðum sínum þrátt fyrir neikvæðnisraddir. Lykillinn er að trúa á sjálfa sig og gefast ekki upp þótt á móti blási.“ Þrátt fyrir mikinn metnað hefur hún þó lítinn áhuga á að verða borgarstjóri. „Ég treysti mér alveg í það, en ég er ekki týpan til að láta taka myndir af mér reglulega að klippa borða,“ segir Dóra Björt. „Ég vil vinna að verkefnum sem skipta máli. Ég vil halda áfram að auka gagnsæi, bæði innan kerfisins og líka þegar kemur að kjörnum fulltrúum.“Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili.Fréttablaðið/Anton BrinkDóra Björt segir að nú þegar hafi hún náð ýmsu í gegn. Þar á meðal að hafa hleypt minnihlutanum inn í forsætisnefnd og að birta laun kjörinna fulltrúa á vefnum. „Á síðasta fundi borgarstjórnar sem forseti lagði ég fram drög að nýjum hagsmunaskráningarreglum sem eru framsæknar og ganga enn lengra en nýjar reglur Alþingis og munu auka gagnsæi í kringum hagsmuni kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna til muna.“ Hennar markmið er að gera Reykjavík að grænni nútímaborg. „Ég lít á mig sem kyndilbera fólks sem hefur upplifað lífsgæðin við það að búa í þéttri og frjálslyndri borg þar sem þú þarft ekki að eiga bíl og hefur aðgang að nærþjónustu. Takturinn í lífinu breytist, heilsan batnar og það verða til svona núvitundaraugnablik í hversdagsleikanum sem þessi borgarumgjörð getur skapað.“ Dóra Björt hefur vakið nokkra athygli fyrir að lesa alltaf ljóð í lok fundar. Fékk hún innblástur frá forvera sínum, Elsu Yeoman, sem endaði fundi sína sem forseti á að bjóða góða nótt og segja: „Takk fyrir að velja Reykjavík.“ „Þetta var eins og hún væri að vinna fyrir flugfélag. Mér fannst það eitthvað svo krúttlegt og kúl að ég ákvað að búa til mína eigin hefð með því að lesa alltaf ljóð sem fanga stemningu og mál fundarins með einhverju móti. Ég hef því aldrei valið ljóðin fyrir fram heldur á fundinum sjálfum. Það hefur stundum verið skrifað um þetta í fjölmiðlum, sérstaklega vakti það lukku þegar ég las upp ljóðið ,,Sódóma“ eftir skáldahópinn Sálina hans Jóns míns.“ Hún gekk skrefinu lengra þegar hún fór með leikþátt í pontu. Lék hún atriði úr gamanþáttunum Litla Bretland til að sýna fram á mikilvægi þjónustustefnu Reykjavíkur. „Þjónustustefnan á að koma í veg fyrir svona hugarfar eins og kemur fram í ,,Computer says no“ leikþættinum úr Little Britain. Ég ákvað að bæta honum framan við ræðuna mína bara rétt fyrir fund og þýddi leikþáttinn á núll einni. Það var hin fínasta ákvörðun.“ Veturinn hefur verið með þeim stormasamari í borgarstjórn, minnihlutinn hefur verið með klærnar á lofti og reglulega falla stór orð, bæði í pontu og í fjölmiðlum. „Mín upplifun er sú að sumir fulltrúar minnihlutans deili ekki þeirri sýn með mér að gagnrýni þurfi að vera málefnaleg.” Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í mars minnkaði traust til borgarstjórnar Reykjavíkur milli ára, lækkaði hlutfall þeirra sem bera mikið traust til hennar um 8 prósentustig og fór úr 24 prósentum í 16 prósent. Er það minna traust en til Alþingis. „Niðurrif er af hinu slæma og þegar það gengur svo langt að það lamar kerfin og kemur í veg fyrir að góð mál komist til framkvæmda þá kemur það fyrst og fremst niður á borgarbúum,“ segir Dóra Björt.Ráðhúsið er vinnustaður Dóru Bjartar sem er yngsti forseti borgarstjórnar í sögunni.Fréttablaðið/Stefán„Ef samskiptin eru svo eitruð að borgarstjórn fær á sig neikvætt yfirbragð þá grefur það líka undan trausti almennings á kjörnum fulltrúum og stjórnmálum yfirleitt. Þetta er lýðræðislegt vandamál.“ Meirihlutinn hefur virkað út á við sem mjög samheldinn hópur. „Sem hann er. Við erum sammála um svo margt, hvort sem það er borgarlína, flugvöllurinn eða skipulagsmál. Ég held að við séum róttækasta aflið sem er við stjórn á landinu þegar kemur að loftslagsmálum,“ segir Dóra Björt. Það sést á henni að hún vill koma næstu orðum rétt frá sér. „Við sjáum um að framkvæma, það sem við erum ekki sammála um fer ekki til framkvæmda. Við höfum alveg rifist og erum augljóslega mjög ósammála um ýmislegt enda gjörólíkir f lokkar. En við leysum það bara okkar á milli og meirihlutasamstarfið hefur aldrei verið í hættu.“ Bros Dóru Bjartar dofnar. „Ég ætla bara að vera hreinskilin og segja að þetta getur verið erfitt. Suma daga þrái ég ekkert frekar en að loka mig frá umheiminum. En ef þú mætir ekki í vinnuna og lætur ekki í þér heyra þá vantar þína rödd í herbergið. Kjósendur mínir treysta á að mín rödd heyrist í öllum þessum herbergjum á hverjum degi og það eru þeir sem koma mér á staðinn. En þessi erfiðu augnablik hafa líka styrkt mig. Mér hefur tekist að takast betur á við ljótar athugasemdir sem hefðu sært mig fyrir ári og jafnvel látið mig efast um eigið ágæti,“ segir hún. „En auðvitað er þetta vandasamt því þú vilt heldur ekki búa til skjöld og loka alla úti. Því er þetta jafnvægislist. Þú verður bara að muna athugasemdir hverra skipta máli. Þarna úti er fullt af fólki sem vill ekkert frekar en að þér mistakist og nýtur þess þegar þér verður á. En það er fullt af fólki sem hefur sömu hugsjón og þú og treystir á þig. Það er þetta fólk sem skiptir mig öllu máli. Það er þetta fólk sem ég hleyp aðeins hraðar fyrir á hverjum einasta degi.“
Birtist í Fréttablaðinu Píratar Reykjavík Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira