Forsetinn minnist kveðju forvera síns til tunglfaranna Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 12:27 Fótur Buzz Aldrin á tunglinu árið 1969. AP/NASA Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni. Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni.
Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira