Nýsjálendingar afhentu 10 þúsund skotvopn eftir hryðjuverkaárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 13:32 Nýsjálendingar afhenda skotvopn sín til lögreglu. getty/ New Zealand Police Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira