Katrín Tanja: Toppurinn á tilverunni er ekki að vinna heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Youtube/CompTrain Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira