Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:49 Skjáskot úr myndböndum sem tekin voru upp á lestarstöðinni í gær. Skjáskot/Twitter Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins. Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. Myndbönd af atvikinu sem birtust á samfélagsmiðlum í gær hafa vakið óhug meðal íbúa Hong Kong en margir telja að þar hafi glæpagengi verið að verki. Í myndböndunum má sjá mennina brjóta sér leið inn á lestarstöðina í bænum Yuen Long, elta þar farþega og lemja þá með bareflum á brautarpöllum og inni í lest. Margir á lestarstöðinni voru á heimleið eftir að hafa tekið þátt í fjöldamótmælum gegn ríkisstjórn Hong Kong á sunnudag. Þúsundir manna söfnuðust saman við mótmælin, sem lyktaði með hatrömmum átökum mótmælenda og lögreglu þar sem táragasi og gúmmíkúlum var beitt. Á lestarstöðinni brutust einnig út harkaleg átök. Blaðakonan Gwyneth Ho streymdi beint frá vettvangi í gærkvöldi en í myndbandi hennar má sjá þegar mennirnir ráðast að henni.This is a clip from Gwyneth Ho (@StandNewsHK)'s live video. Look at how vehement and vicious the white-shirts are in their attacks on protesters. Look at their matching weapons – their long wooden sticks & umbrellas. #antielab #YuenLong(https://t.co/YLjoOljcQC) pic.twitter.com/QucaHWJWdS— Jun Pang (@hyjpang) July 21, 2019 Atvikið hefur vakið reiði meðal íbúa Hong Kong, einkum þeirra sem höfðu verið viðstaddir mótmælin í gærkvöldi. Mótmælendur hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa verið lengi að svara útkalli vegna átakanna en hvítklæddu mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði um klukkan ellefu að staðartíma. Lam Cheuk-ting, þingmaður stjórnarandstöðunnar á þingi Hong Kong, var á lestarstöðinni þegar átökin brutust út. Hann gagnrýndi lögreglu fyrir seinagang í viðtölum við blaðamenn eftir árásina og sagði flokk sinn nú rannsaka hvort árásarmennirnir tilheyrðu glæpagengi. Ríkisstjórn Hong Kong fordæmdi árásina í yfirlýsingu en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.Snippet of a live broadcast from lawmaker Lam Cheuk ting, showing self-professed pro-Gov't mobsters attacking passengers in train cars at #MTR #YuenLong Stn. #HongKong has 1 of the world's highest cop to population ratio. Where were @hkpoliceforce? Lam was injured as shown live. pic.twitter.com/Aq5JmJlf5u— Ray Chan (@ray_slowbeat) July 21, 2019 Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong síðan um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína, en mótmælendur krefjast nú aukins lýðræðis í Hong Kong. Þá krefjast ákveðnir hópar sjálfstæðis héraðsins.
Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58
Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22