„Golfið bjargaði lífi mínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 12:00 Sverrir Þorleifsson. Mynd/S2 Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans Golf Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans
Golf Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira