„Golfið bjargaði lífi mínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 12:00 Sverrir Þorleifsson. Mynd/S2 Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Sverrir Þorleifsson segir að golfið hafi bjargað lífi sínu en hann hefur glímt við þunglyndi og lágt sjálfsmat árum saman. Hann þurfti bara fyrstu níu holurnar til að finna út að golfið væri rétta íþróttagreinin fyrir hann. Sverrir Þorleifsson, félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, hefur glímt við andleg veikindi um hríð. Hann vill meina að golfið hafi bjargað lífi sínu. Golfarinn á Stöð 2 fjallar um allar hliðar golfsins hér á landi og fékk að kynnast sögu Sverris. „Golfið kom á hárréttum tíma inn í mitt líf. Ég hef glímt við andlega erfiðleika og var ekki á góðum stað árið 2007. Mágur minn kom og dreif mig með sér í golf. Ég hafði ekki haft mikið dálæti á því, fundist þetta asnalegt og sóun á beitilandi. Svo prufaði ég þetta bara. Ég var ekkert góður eða neitt en fannst ég vera ofboðslega velkominn inn í þetta samfélag sem golfarar mynda. Allir tóku svo vel á móti mér og svo fór ég bara heim og keypti golfsett,“ sagði Sverrir Þorleifsson í samtali við Hlyn Sigurðsson, umsjónarmanns þáttarins um Golfarann á Stöð 2 en viðtalið við Sverri verður í þætti kvöldsins sem hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 í kvöld. „Móttökurnar, útiveran og félagsskapurinn. Ég er uppalinn á Dalvík og þar voru ekkert rosalega margir að koma nýir inn í klúbbinn, Mér var því tekið með miklum fögnuði og svo fór ég bara „all in“ eins og ég geri. Þetta var bara frá fyrstu mínútu. Ég spilaði þarna níu holur, gati ekki neitt, kunni ekki neitt og vissi ekki neitt um þetta. Svo bara byrjaði maður og varð aðeins skárri,“ nefnir Sverrir sem lykilatriði fyrir sig að komast strax svona vel inn í þennan heim. „Golfið bjargaði lífi mínu. Ég væri ekkert hérna ef ég hefði ekki byrjað í golfi,“ sagði Sverrir en hér fyrir neðan má sjá brot úr þessu viðtali við Sverri sem verður í þætti kvöldsins.Klippa: Golfið bjargaði lífi hans
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira