Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 18:29 Lýðræðissinni skrifar slagorð á vegg í Hong Kong. getty/Billy H.C. Kwok Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur. Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur.
Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58