Kvarta yfir „pervertum í runnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 18:34 Tveir stríplar á góðri stundu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju. Frakkland Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Striplingar (e. nudist) í Bois de Vincennes garðinum í París, höfuðborg Frakklands, hafa að undanförnu kvartað sáran yfir gægjum (e. voyeur) og fólki með sýniþörf sem truflar þá í viðleitni þeirra til þess að njóta lífsins nakið í garðinum. Segjast stríplarnir ekki hafa fengið að afklæðast óáreittir upp á síðkastið, en tæp tvö ár eru síðan þeir fengu til umráða rúmlega átta þúsund fermetra svæði í garðinum þar sem þeir geta löglega stundað iðju sína, það er að vera allsberir. Þeir segjast hafa orðið varir við „ámælisverða hegðun“ einstaklinga sem tilheyra ekki hópi þeirra, þar á meðal sé fólk sem nýtur þess að horfa í laumi á kynfæri annarra og fólk með sýniþörf. Sögðust aðrir hafa orðið varir við „perverta í runnum.“Guardian hefur eftir einum striplingi að konur í hópi þeirra séu hræddar. „Þeir koma og angra konurnar, auðvitað eru þær hræddar. Stundum kemur lögreglan og lítur við en ef hún stendur menn ekki að verki við skýlaust brot, þá getur hún lítið sem ekkert gert.“ Catherine Baratti-Elbaz, sem fer með málefni borgarhlutans sem garðurinn tilheyrir, segir að beiðni um aukið eftirlit á svæðinu hafi verið lögð fram til lögreglu eftir að kvartanir stríplanna tóku að berast.Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Laurent Luft, forseti Striplingasamtaka Parísar, segir málið hafa verið blásið upp innan raða stríplinga. „Eftir að hafa heyrt af þessum kvörtunum spjallaði ég við karlkyns vin minn sem fer á þetta svæði á hverjum degi. Hann sagðist aldrei hafa séð neina skuggalega hegðun sem ekki samræmist hugmyndinni um stripl.“ Hann viðurkennir þó að upplifun kvenstrípla kunni að vera önnur. „Ég er ekki viss um að ég myndi fara þangað ef ég væri kona, en margar vinkonur mínar gera það þó. Öll striplingasvæði, til að mynda strendur, jafnvel venjulegar strendur þar sem konur eru í bikiníi, muna draga að sér frústreraða karlmenn,“ sagði Luft. Frakkland er meðal þeirra landa sem skora hæst sem áfangastaður strípla, en um 4,7 milljónir strípla fækka þar fötum á ári hverju.
Frakkland Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“