Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2019 19:00 Blaðamaður New York times segir það ekki koma á óvart að Michele hafi skotið upp kollinum á Íslandi nordicphotos/getty Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira