Forseti GSÍ: Á alþjóðlegum mælikvarða er mjög ódýrt að leika golf Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2019 20:15 Kylfingum á Íslandi fjölgaði um fjögur prósent á síðasta ári á landsvísu en þetta kemur fram í tölum sem Golfsamband Íslands greindi frá í gær. Í heildina eru nú 17.589 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins en ekki hefur verið jafn mikil fjölgun í kylfingum frá því árið 2009. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það séu margar ástæður fyrir því að þessi aukning hafi átt sér stað. „Þetta er samspil af mikilli og góðri kynningu sem golfið hefur fengið undanfarin ár, árangri okkar bestu kylfinga, umfjöllun í fjölmiðlum um golf og veðri,“ sagði Haukur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „En þegar öllu er á botninn hvolft held ég að golfklúbbarnir séu að standa sig býsna vel í að kynna íþróttina og vonandi við hjá GSÍ líka. Við fáum fleiri til að skrá sig til leiks og það hefur tekist svona vel á þessu ári.“ Mesta fjölgunin var í tveimur hópum; níu ára og yngri og svo 60 ára og eldri. „Það er fjölgun í 60 ára og eldri sem hefur sýnt það sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri að þetta er lýðheilsusport. Okkar kylfingar geta verið að spila golf langt fram eftir aldri sem er einstakt hvað golfið varðar. Það er ánægjulegt að sjá þá fjölgun og það sýnir að það er hægt að stunda þetta endalaust.“ Umræða um að það sé of dýrt að stunda golf hefur oft verið á yfirborðinu en Haukur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar. „Auðvitað kostar öll afþreying peninga en sé þetta sett í samhengi við aðrar íþróttagreinar eða aðra afþreyingu þá verð ég að vera ósammála því að það sé dýrt að byrja í golfi.“ „Ég myndi segja að á alþjóðlegum mælikvarða er mjög ódýrt að leika golf og það er ástæðan fyrir því að við erum sú þjóð í heiminum sem hefur lang flesta kylfinga varðandi höfðatölu.“ Fréttina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. 23. júlí 2019 17:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingum á Íslandi fjölgaði um fjögur prósent á síðasta ári á landsvísu en þetta kemur fram í tölum sem Golfsamband Íslands greindi frá í gær. Í heildina eru nú 17.589 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins en ekki hefur verið jafn mikil fjölgun í kylfingum frá því árið 2009. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það séu margar ástæður fyrir því að þessi aukning hafi átt sér stað. „Þetta er samspil af mikilli og góðri kynningu sem golfið hefur fengið undanfarin ár, árangri okkar bestu kylfinga, umfjöllun í fjölmiðlum um golf og veðri,“ sagði Haukur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „En þegar öllu er á botninn hvolft held ég að golfklúbbarnir séu að standa sig býsna vel í að kynna íþróttina og vonandi við hjá GSÍ líka. Við fáum fleiri til að skrá sig til leiks og það hefur tekist svona vel á þessu ári.“ Mesta fjölgunin var í tveimur hópum; níu ára og yngri og svo 60 ára og eldri. „Það er fjölgun í 60 ára og eldri sem hefur sýnt það sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri að þetta er lýðheilsusport. Okkar kylfingar geta verið að spila golf langt fram eftir aldri sem er einstakt hvað golfið varðar. Það er ánægjulegt að sjá þá fjölgun og það sýnir að það er hægt að stunda þetta endalaust.“ Umræða um að það sé of dýrt að stunda golf hefur oft verið á yfirborðinu en Haukur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar. „Auðvitað kostar öll afþreying peninga en sé þetta sett í samhengi við aðrar íþróttagreinar eða aðra afþreyingu þá verð ég að vera ósammála því að það sé dýrt að byrja í golfi.“ „Ég myndi segja að á alþjóðlegum mælikvarða er mjög ódýrt að leika golf og það er ástæðan fyrir því að við erum sú þjóð í heiminum sem hefur lang flesta kylfinga varðandi höfðatölu.“ Fréttina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. 23. júlí 2019 17:00 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. 23. júlí 2019 17:00