Besti vinur Kolbeinn Marteinsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar