Besti vinur Kolbeinn Marteinsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Aristóteles sá mikli hugsuður áttaði sig á því að eitt það verðmætasta sem við mennirnir eigum er vináttan. Samkvæmt honum má skipta vináttu upp í þrjú stig. Fyrsta stigið er vinátta sem byggir á hagsmunum, sameiginlegum eða viðskiptalegum. Því næst vinátta sem byggir á ánægju af því að vera saman þar sem báðir aðilar skemmta sér að sameiginlegu markmiði. Slík vinátta hverfur oft hratt ef aðstæður breytast. Hin fullkomna vinátta er síðan dýpsta og merkasta form vináttu, sú sem stendur á hvað sterkustum grunni og sú sem erfiðast er að ná. Þar þykir vinum virkilega vænt hvorum um annan og gagnkvæm virðing ríkir. Besta leiðin til að byggja upp slíka vináttu er að vera til staðar þegar mest á reynir og besta leiðin til að tapa henni er að gera það ekki. Eftir því sem við eldumst áttum við okkur á því hversu fágæt slík vinátta er. Ef við búum svo vel að eiga slíka vini þá er það raunverulegt ríkidæmi sem við eigum að gæta að og rækta en ekki láta amstur lífsins ræna frá okkur. Einhvern tíma heyrði ég eftirfarandi lýsingu á vináttu hjá miðaldra fólki þegar gamlir vinir hittast: „En gaman að sjá þig og mikið er langt síðan við höfum hist. Við skulum hittast fljótt.“ Hinn samþykkir. Þetta samtal er síðan endurtekið í hvert skipti sem þessir vinir hittast þangað til annar hvor deyr. Nú skalt þú, kæri lesandi, hugsa um þennan besta vin þinn. Þó að þú hafir ekki heyrt í honum í langan tíma. Hringdu í hann og sjáðu til þess að þið hittist sem fyrst og ef allir eru uppteknir kíktu í vinnuna til hans í kaffi. Gerðu svo eitthvað fallegt fyrir hann og sýndu að vináttan skiptir þig máli. Ekki samt segja honum að þú hefir lesið í blaðinu að þú ættir að gera það.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar