Konan sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 16:36 Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Vísir/EPA Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar. Kína Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar.
Kína Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira