Konan sem ættleiddi 118 börn dæmd í 20 ára fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 16:36 Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Vísir/EPA Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar. Kína Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Fimmtíu og fjögurra ára kínversk kona, sem eitt sinn var kölluð mikill mannvinur fyrir að ættleiða 118 börn, hefur verið dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Konan heitir Li Yanxia en hún var fundin sek um kúgun, fjársvik og fölsun. Yanxia, sem átt eitt sinn munaðarleysingjahæli, var sektuð um því sem nemur um 41 milljón íslenskra króna. Fimmtán vitorðsmenn, þar á meðal kærasti Yanxia, voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Taldi dómstóllinn sýnt að Yanxia hefði misnotað aðstöðu sína sem eigandi munaðarleysingjahælis til að komast yfir mikla fjármuni. Kærasti hennar var fundinn sekur um kúgun, fjársvik og líkamsárás og þarf að sitja í fangelsi í tólf ár og sex mánuði. Yanxia komst fyrst í sviðsljósið árið 2006 þegar fréttist að hún hefði ættleitt tugi barna í heimabæ sínum Wu´an í Hebei-héraði í Kína. Hún tjáði fjölmiðlum að hún væri skilin og að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði selt son hennar til glæpamanna. Hún hélt því fram að hún hefði náð syni sínum aftur og þess vegna hafi hún viljað hjálpa fleiri börnum. Á árunum eftir þetta atvik komst hún yfir mikinn auð og varð ein af ríkustu konum Hebei-héraðs. Hún hélt áfram að ættleiða börn sem varð til þess að hún opnaði munaðarleysingjahælið sem hún kallaði Ástarþorpið. Árið 2017 bárust yfirvöldum í Kína upplýsingar um að ekki væri allt með felldu sem varð til þess að rannsókn var hrundið af stað. Við rannsókn málsins kom í ljós að hún hafði safnað miklum auð sem hún hafði fengið með ólöglegu athæfi. Hún er til að mynda sögð hafa skipað ættleiddum börnum sínum að trufla vinnu á byggingarsvæðum og sagði þeim til dæmis að hlaupa undir vinnuvélar sem varð til þess að ekki var hægt að halda framkvæmdum áfram. Hún gekk síðan til forsvarsmanna byggingarfyrirtækjanna og fór fram á vissi upphæð ef þeir vildu að þeir yrðu ekki truflaðir frekar. Yanxia er einnig sögð hafa komist yfir mikið fé undir þeim formerkjum að ætla að nota það til uppbyggingar munaðarleysingjahælisins.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að margir hafi fordæmt framferði Yanxia eftir að fregnir af afbrotum hennar rötuðu í fjölmiðla. Eru þeir sem veittu fé í uppbyggingu munaðarleysingjahælisins sérstaklega vonsviknir með framferði hennar.
Kína Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira