Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 2-1│Brekka Eyjamanna brattari eftir tap í Grindavík Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júlí 2019 18:45 Gunnar Þorsteinsson er fyrirliði Grindavíkur. vísir/daníel Grindavík vann mikilvægan sigur á Eyjamönnum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá Grindvíkingum síðan 20.maí en Eyjamenn sitja áfram einir á botninum eftir tapið. Heimamenn í Grindavík byrjuðu leikinn betur en Eyjamenn unnu sig smátt og smátt inn í leikinn. Þeir náðu að pressa ágætlega á varnarmenn Grindavíkur og þeir gulklæddu áttu í stökustu vandræðum með að gera eitthvað af viti á síðasta þriðjungi vallarins. Á 26.mínútu kom Gary Martin Eyjamönnum síðan yfir með góðu skoti frá vítateig. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram að leika ágætlega en það voru þó Grindvíkingar sem fengu besta færið fyrir hlé þegar Valdimir Tufegdzig skaut yfir úr fínu færi. Seinni hálfleikurinn var svo allt annar af hálfu beggja liða. Í upphafi hans var eins og gestirnir væru að bíða eftir jöfnunarmarki. Þeir voru á eftir í öllum aðgerðum, pressan virkaði ekki og þeir náðu lítið að halda boltanum. Markið kom á 54.mínútu eftir darraðadans í teignum, Oscar Manuel Cruz, Prima, skoraði þá eftir að boltinn hafði farið í þverslána á marki Eyjamanna og hann fylgt eftir. Grindvíkingar héldu áfram að setja pressu á gestina sem bitu þó aðeins frá sér. Það var hins vegar síður en svo ósanngjarnt þegar Josip Zeba skoraði sigurmark heimamanna. Hann fékk boltann á fjærstönginni eftir hornspyrnu og setti boltann í netið. Eyjamenn ógnuðu lítið eftir markið, reyndu að setja pressu á heimamenn en tókst ekki að skapa sér neitt almennilegt færi. 2-1 sigur Grindavíkur því staðreynd og staða ÍBV á botninum orðin ansi svört.Af hverju vann Grindavík?Eftir slakan fyrri hálfleik hjá heimamönnum bitu þeir heldur betur frá sér í þeim síðari. Leikur þeirra eftir hlé var afar góður og þeir hefðu vel getað skorað fleiri mörk. Eftir að hafa gleymt sér í smástund þegar Eyjamenn skoruðu var varnarleikur heimamanna traustur með Mark Mcausland fremstan í flokki. Ekki það að Ian Jeffs þjálfari ÍBV hafi lítið til að hafa áhyggjur af, en það er ótrúlegt hversu mikill munur er á leik hans manna fyrir og eftir leikhlé í dag. Fyrri hálfleikurinn var líklegast alveg eins og hann hafði sett upp fyrir leik en eftir hlé var allt annað uppi á teningunum. Staða Eyjamanna er ansi svört og líklegast rétt sem Gary Martin sagði í viðtali eftir leik, það þarf kraftaverk svo þeir haldi sér uppi í Pepsi Max deildinni.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík voru þeir Mark Mcausland og Josip Zeba góðir í vörninni. Gary Martin fékk reyndar ansi mikinn tíma þegar hann skoraði fyrir ÍBV en að öðru leyti stigu þeir vart feilsport. Mcausland lætur hlutina líta afar auðvelda út og Zeba skoraði sigurmarkið í dag. Rodrigo Mateo var góður á miðjunni að vanda og Elias Tamburini duglegur og ógnandi sóknarlega. Hjá ÍBV var Sigurður Arnar Magnússon nokkuð öflugur í vörninni og Róbret Aron Eysteinsson afar duglegur á miðjunni þann tíma sem hann var inni á vellinum.Hvað gekk illa?Það virðist vera mjög erfitt fyrir Eyjamenn að halda skipulagi lengur en í einn hálfleik í einu. Þeir komu heillum horfnir út í seinni hálfleikinn eftir flottan fyrri hálfleik og þó svo að þeir hafi vissulega bætt sig í síðari hálfleiknum eftir því sem á leið þá var hann ekki góður af þeirra hálfu. Sóknarleikur Grindavíkur hefur verið til umræðu í sumar enda lítið um mörk hjá þeim gulklæddu. Í fyrri hálfleiknum sýndu þeir af hverju, þeir voru hægir, mistækir og hugmyndasnauðir en sneru við blaðinu í síðari hálfleik.Hvað gerist næst?Grindvíkingar eru komnir fjórum stigum frá fallsæti með sigrinum og þeir mæta næst toppliði KR í Vesturbænum. Eyjamenn fá HK í heimsókn á Þjóðhátíð. Þar verður væntanlega stemmning og leikmenn liðsins vilja eflaust ekki fara í Dalinn með enn eitt tapið á bakinu. Tufa: Ég er að þjálfa alvöru mennTúfa var sáttur í leikslok.vísir/daníel„Við vorum búnir að bíða rosalega lengi eftir þessum sigri en vinna mjög mikið og leggja á okkur gríðarlega mikla vinnu til að ná í sigur. Þetta var erfið fæðing, við lendum 1-0 undir eftir fyrsta skot þeirra á okkar mark. Eftir það kom smá stress í okkur, sem er kannski eðillegt ef þú lendir undir í leik sem þú vilt vinna.“ „Seinni hálfleikur var líklega ein okkar besta frammistaða í sumar og frábært að sjá sóknarleikinn, við sköpuðum fullt af færum og skorum tvö mark þannig að ég er gríðarlega ánægður með karakterinn sem við sýnum,“ sagði Tufa í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikur var fremur slakur af hálfu heimamanna og lítið sem þeir sýndu sóknarlega fyrir hlé. „Sérstaklega eftir markið því mér fannst við byrja leikinn vel og fáum einhverjar fyrirgjafir og boltinn var mikið í kringum þeirra teig. En eftir markið misstu menn sjálfstraust og voru aðeins brotnir. Alvöru menn stíga upp þegar það er hvað mikilvægast og ég er að þjálfa alvöru menn. Ég er gríðarlega ánægður með strákana.“ Með sigri hefðu Eyjamenn getað komist nær Grindvíkingum í botnbaráttunni og sigurinn því enn mikilvægari fyrir heimamenn í því ljósi. „Ég horfi alltaf fram á við og það verður þannig til enda. Leikurinn í dag var snúinn og menn sem hafa verið í fótbolta vita að erfiðustu leikirnir eru kannski þar sem menn eru búnir að skrifa á þig stigin fyrirfram. ÍBV er mjög vel mannað lið og 5 stig gefa ekki rétta mynd af því sem þeir geta. En við unnum, fögnuðum vel í klefanum og ætlum svo að fara að undirbúa næsta leik.“ Jeffs: Við gefumst ekkert uppJeffs sagðist ekki hafa yfir miklu að kvarta eftir leikinn í dag.vísir/daníel„Fyrri hálfleikur var bara mjög góður og við fengum það sem við vildum, vorum að pressa gríðarlega vel. Skipulagið var gott og það gekk allt upp. Fyrstu 15-20 mínútur í seinni hálfleik voru ekki nógu góðar,“ sagði Ian Jeffs þjálfari ÍBV eftir 2-1 tapið í Grindavík í dag. Eyjamenn eru enn einir á botni deildarinnar. „Mér fannst við komast aftur inn í leikinn en þeir fengu tvær hornspyrnur sem klára seinni hálfleikinn,“ en Eyjamenn áttu í vandræðum með hornspyrnur Grindvíkinga í leiknum og þá sérstaklega þá Mark Mcausland og Josip Zeba í teignum. „Fyrra markið er ákveðið einbeitingarleysi, þeir vinna fyrsta og annan bolta. Í öðru markinu þá missir okkar maður af manninum sem er auðvitað einbeitingarleysi. Við erum ekki nógu grimmir þegar við verjumst en þetta hefur verið að lagast aðeins.“ Eins og áður segir eru Eyjamenn einir á botni deildarinnar og heil 8 stig í öruggt sæti í deildinni. Staðan er því vægast sagt svört. „Við gefumst ekkert upp. Við förum bara í næsta leik og stefnum á að vinna heimaleikinn gegn HK. Staðan er auðvitað svört en við munum halda áfram að berjast og ég var ánægður með leikmenn sem komu inn í dag. Við vorum með 6 Eyjastráka í byrjunarliði og þeir sýndu í fyrri hálfleiknum að þeir nýttu tækifærið.“ „Það er auðvitað jávætt fyrir okkur og fyrir mér eru þetta 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem voru ekki nógu góðar. Fyrir utan það var skipulagið gott og ég get ekki kvartað yfir miklu.“ Gary: Kraftaverk ef við höldum okkur uppiGary í leik gegn Fylki.vísir/daníelGary Martin var gríðarlega svekktur eftir tapið í Grindavík í dag enda um algjöran lykilleik að ræða fyrir ÍBV. „Við hrundum bara í seinni hálfleik. Við gátum ekki varist tveimur föstum leikatriðum. Mér fannst þeir vera lélegasta lið deildarinnar í fyrri hálfleik, ekki eiga skilið að vera þar. Þeir spiluðu skelfilega og við hefðum kannski átt að drepa leikinn. Við hrundum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gary Martin í samtali við blaðamann Vísis eftir leik. Eftir flottan fyrri hálfleik komu Eyjamenn illa inn í seinni hálfleikinn og fyrstu 15 mínútur hálfleiksins var eins og þeir væru að bíða eftir jöfnunarmarki. Sóknarlega sköpuðu þeir ekki mikið eftir hlé heldur. „Kannski þar sem þeir voru svo slakir í fyrri hálfleik hafi komið einhver hugsun hjá okkur að það yrði bara eins. Þetta hefur verið þannig síðan ég kom að við eigum fína hálfleiki en erum svo ekki með í 45 mínútur.“ „Við töluðum um í hálfleik að gera það sama. Leyfa þeim að koma upp með boltann, þeir eru ekki fljótir til baka en ég veit ekki hvað gerðist. Þetta er bara eins og það er, það verður kraftaverk ef við höldum okkur í deildinni núna. Fyrir mér var þetta að duga eða drepast.“ „Við erum með bakið upp við vegg og verðum að taka einn leik í einu og reyna að ná í einhver stig. Ef við töpum fyrir liðum eins og þessu þá erum við í miklum vandræðum.“ Pepsi Max-deild karla
Grindavík vann mikilvægan sigur á Eyjamönnum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá Grindvíkingum síðan 20.maí en Eyjamenn sitja áfram einir á botninum eftir tapið. Heimamenn í Grindavík byrjuðu leikinn betur en Eyjamenn unnu sig smátt og smátt inn í leikinn. Þeir náðu að pressa ágætlega á varnarmenn Grindavíkur og þeir gulklæddu áttu í stökustu vandræðum með að gera eitthvað af viti á síðasta þriðjungi vallarins. Á 26.mínútu kom Gary Martin Eyjamönnum síðan yfir með góðu skoti frá vítateig. Eftir markið héldu Eyjamenn áfram að leika ágætlega en það voru þó Grindvíkingar sem fengu besta færið fyrir hlé þegar Valdimir Tufegdzig skaut yfir úr fínu færi. Seinni hálfleikurinn var svo allt annar af hálfu beggja liða. Í upphafi hans var eins og gestirnir væru að bíða eftir jöfnunarmarki. Þeir voru á eftir í öllum aðgerðum, pressan virkaði ekki og þeir náðu lítið að halda boltanum. Markið kom á 54.mínútu eftir darraðadans í teignum, Oscar Manuel Cruz, Prima, skoraði þá eftir að boltinn hafði farið í þverslána á marki Eyjamanna og hann fylgt eftir. Grindvíkingar héldu áfram að setja pressu á gestina sem bitu þó aðeins frá sér. Það var hins vegar síður en svo ósanngjarnt þegar Josip Zeba skoraði sigurmark heimamanna. Hann fékk boltann á fjærstönginni eftir hornspyrnu og setti boltann í netið. Eyjamenn ógnuðu lítið eftir markið, reyndu að setja pressu á heimamenn en tókst ekki að skapa sér neitt almennilegt færi. 2-1 sigur Grindavíkur því staðreynd og staða ÍBV á botninum orðin ansi svört.Af hverju vann Grindavík?Eftir slakan fyrri hálfleik hjá heimamönnum bitu þeir heldur betur frá sér í þeim síðari. Leikur þeirra eftir hlé var afar góður og þeir hefðu vel getað skorað fleiri mörk. Eftir að hafa gleymt sér í smástund þegar Eyjamenn skoruðu var varnarleikur heimamanna traustur með Mark Mcausland fremstan í flokki. Ekki það að Ian Jeffs þjálfari ÍBV hafi lítið til að hafa áhyggjur af, en það er ótrúlegt hversu mikill munur er á leik hans manna fyrir og eftir leikhlé í dag. Fyrri hálfleikurinn var líklegast alveg eins og hann hafði sett upp fyrir leik en eftir hlé var allt annað uppi á teningunum. Staða Eyjamanna er ansi svört og líklegast rétt sem Gary Martin sagði í viðtali eftir leik, það þarf kraftaverk svo þeir haldi sér uppi í Pepsi Max deildinni.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík voru þeir Mark Mcausland og Josip Zeba góðir í vörninni. Gary Martin fékk reyndar ansi mikinn tíma þegar hann skoraði fyrir ÍBV en að öðru leyti stigu þeir vart feilsport. Mcausland lætur hlutina líta afar auðvelda út og Zeba skoraði sigurmarkið í dag. Rodrigo Mateo var góður á miðjunni að vanda og Elias Tamburini duglegur og ógnandi sóknarlega. Hjá ÍBV var Sigurður Arnar Magnússon nokkuð öflugur í vörninni og Róbret Aron Eysteinsson afar duglegur á miðjunni þann tíma sem hann var inni á vellinum.Hvað gekk illa?Það virðist vera mjög erfitt fyrir Eyjamenn að halda skipulagi lengur en í einn hálfleik í einu. Þeir komu heillum horfnir út í seinni hálfleikinn eftir flottan fyrri hálfleik og þó svo að þeir hafi vissulega bætt sig í síðari hálfleiknum eftir því sem á leið þá var hann ekki góður af þeirra hálfu. Sóknarleikur Grindavíkur hefur verið til umræðu í sumar enda lítið um mörk hjá þeim gulklæddu. Í fyrri hálfleiknum sýndu þeir af hverju, þeir voru hægir, mistækir og hugmyndasnauðir en sneru við blaðinu í síðari hálfleik.Hvað gerist næst?Grindvíkingar eru komnir fjórum stigum frá fallsæti með sigrinum og þeir mæta næst toppliði KR í Vesturbænum. Eyjamenn fá HK í heimsókn á Þjóðhátíð. Þar verður væntanlega stemmning og leikmenn liðsins vilja eflaust ekki fara í Dalinn með enn eitt tapið á bakinu. Tufa: Ég er að þjálfa alvöru mennTúfa var sáttur í leikslok.vísir/daníel„Við vorum búnir að bíða rosalega lengi eftir þessum sigri en vinna mjög mikið og leggja á okkur gríðarlega mikla vinnu til að ná í sigur. Þetta var erfið fæðing, við lendum 1-0 undir eftir fyrsta skot þeirra á okkar mark. Eftir það kom smá stress í okkur, sem er kannski eðillegt ef þú lendir undir í leik sem þú vilt vinna.“ „Seinni hálfleikur var líklega ein okkar besta frammistaða í sumar og frábært að sjá sóknarleikinn, við sköpuðum fullt af færum og skorum tvö mark þannig að ég er gríðarlega ánægður með karakterinn sem við sýnum,“ sagði Tufa í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikur var fremur slakur af hálfu heimamanna og lítið sem þeir sýndu sóknarlega fyrir hlé. „Sérstaklega eftir markið því mér fannst við byrja leikinn vel og fáum einhverjar fyrirgjafir og boltinn var mikið í kringum þeirra teig. En eftir markið misstu menn sjálfstraust og voru aðeins brotnir. Alvöru menn stíga upp þegar það er hvað mikilvægast og ég er að þjálfa alvöru menn. Ég er gríðarlega ánægður með strákana.“ Með sigri hefðu Eyjamenn getað komist nær Grindvíkingum í botnbaráttunni og sigurinn því enn mikilvægari fyrir heimamenn í því ljósi. „Ég horfi alltaf fram á við og það verður þannig til enda. Leikurinn í dag var snúinn og menn sem hafa verið í fótbolta vita að erfiðustu leikirnir eru kannski þar sem menn eru búnir að skrifa á þig stigin fyrirfram. ÍBV er mjög vel mannað lið og 5 stig gefa ekki rétta mynd af því sem þeir geta. En við unnum, fögnuðum vel í klefanum og ætlum svo að fara að undirbúa næsta leik.“ Jeffs: Við gefumst ekkert uppJeffs sagðist ekki hafa yfir miklu að kvarta eftir leikinn í dag.vísir/daníel„Fyrri hálfleikur var bara mjög góður og við fengum það sem við vildum, vorum að pressa gríðarlega vel. Skipulagið var gott og það gekk allt upp. Fyrstu 15-20 mínútur í seinni hálfleik voru ekki nógu góðar,“ sagði Ian Jeffs þjálfari ÍBV eftir 2-1 tapið í Grindavík í dag. Eyjamenn eru enn einir á botni deildarinnar. „Mér fannst við komast aftur inn í leikinn en þeir fengu tvær hornspyrnur sem klára seinni hálfleikinn,“ en Eyjamenn áttu í vandræðum með hornspyrnur Grindvíkinga í leiknum og þá sérstaklega þá Mark Mcausland og Josip Zeba í teignum. „Fyrra markið er ákveðið einbeitingarleysi, þeir vinna fyrsta og annan bolta. Í öðru markinu þá missir okkar maður af manninum sem er auðvitað einbeitingarleysi. Við erum ekki nógu grimmir þegar við verjumst en þetta hefur verið að lagast aðeins.“ Eins og áður segir eru Eyjamenn einir á botni deildarinnar og heil 8 stig í öruggt sæti í deildinni. Staðan er því vægast sagt svört. „Við gefumst ekkert upp. Við förum bara í næsta leik og stefnum á að vinna heimaleikinn gegn HK. Staðan er auðvitað svört en við munum halda áfram að berjast og ég var ánægður með leikmenn sem komu inn í dag. Við vorum með 6 Eyjastráka í byrjunarliði og þeir sýndu í fyrri hálfleiknum að þeir nýttu tækifærið.“ „Það er auðvitað jávætt fyrir okkur og fyrir mér eru þetta 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem voru ekki nógu góðar. Fyrir utan það var skipulagið gott og ég get ekki kvartað yfir miklu.“ Gary: Kraftaverk ef við höldum okkur uppiGary í leik gegn Fylki.vísir/daníelGary Martin var gríðarlega svekktur eftir tapið í Grindavík í dag enda um algjöran lykilleik að ræða fyrir ÍBV. „Við hrundum bara í seinni hálfleik. Við gátum ekki varist tveimur föstum leikatriðum. Mér fannst þeir vera lélegasta lið deildarinnar í fyrri hálfleik, ekki eiga skilið að vera þar. Þeir spiluðu skelfilega og við hefðum kannski átt að drepa leikinn. Við hrundum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gary Martin í samtali við blaðamann Vísis eftir leik. Eftir flottan fyrri hálfleik komu Eyjamenn illa inn í seinni hálfleikinn og fyrstu 15 mínútur hálfleiksins var eins og þeir væru að bíða eftir jöfnunarmarki. Sóknarlega sköpuðu þeir ekki mikið eftir hlé heldur. „Kannski þar sem þeir voru svo slakir í fyrri hálfleik hafi komið einhver hugsun hjá okkur að það yrði bara eins. Þetta hefur verið þannig síðan ég kom að við eigum fína hálfleiki en erum svo ekki með í 45 mínútur.“ „Við töluðum um í hálfleik að gera það sama. Leyfa þeim að koma upp með boltann, þeir eru ekki fljótir til baka en ég veit ekki hvað gerðist. Þetta er bara eins og það er, það verður kraftaverk ef við höldum okkur í deildinni núna. Fyrir mér var þetta að duga eða drepast.“ „Við erum með bakið upp við vegg og verðum að taka einn leik í einu og reyna að ná í einhver stig. Ef við töpum fyrir liðum eins og þessu þá erum við í miklum vandræðum.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti