VR stefnir Fjármálaeftirlitinu Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:03 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu og afhenti VR Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag þar sem óskað var eftir flýtimeðferð. Mbl.is greindi fyrst frá. Stjórn félagsins samþykkti að stefna Fjármálaeftirlitinu fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um afturköllun umboðs stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Í samtali við Vísi sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að tekin hafi verið ákvörðun um að fara þessa leið til að fá ákvörðun FME frá þriðja júlí ógilta. Ragnar segir félagið vera óánægt með vinnubrögð stofnunarinnar og segir þau hafa verið „fyrir neðan allar hellur.“ Ragnar segir það einnig liggja fyrir að FME hafi brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar með ákvörðun sinni, og byggir stefnan í grunninn á því. Einnig vill hann meina að niðurstaða FME í málinu hafi verið efnislega röng. „Allt málið og málatilbúnaðurinn er með þeim hætti að við teljum ekki annað stætt heldur en að fara í mál.“ „Samkvæmt úrskurði FME þá hefði verið nóg fyrir okkur í sjálfu sér að boða stjórnarfund og taka sömu ákvörðun bara aftur, en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum vinnubrögðum sem eru bara ekki boðleg fyrir stofnun eins og FME að stunda, þar sem við í sjálfu sér erum ekki skilgreindir sem málsaðilar þar sem við erum ekki lögaðilar. Við hljótum að vera málsaðilar vegna þess að málið hefði aldrei komið upp nema fyrir ákvörðun okkar í stjórninni.“ Einnig sakar Ragnar FME um að hafa ekki gætt jafnræðis í málinu sem um ræðir þar sem stofnunin hafi ekki beitt slíkri íhlutun áður. Fregnir þess efnis að VR væri búið að birta Héraðsdómi stefnu sína höfðu ekki borist Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, síðdegis í dag. Hún gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.
Dómsmál Tengdar fréttir VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
FME sagði Ólaf enn formann LIVE Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist telja að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið eftir að fá tækifæri til að reka fulltrúa VR í stjórn lífeyrissjóðsins því hann hafði e 22. júní 2019 08:00
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00