Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2019 07:30 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Fréttablaðið/Eyþór. Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Sjá meira
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41