Munaðarlaus andarungi lifir lúxuslífi í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2019 20:00 Andarunginn Tísti, sem lifir lúxuslífi í sveitinni á bænum Borgareyri í Rangárþingi eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Munaðarlaus andarungi lætur nú fara vel um sig í sveitinni á bænum Borgareyri undir Vestur Eyjafjöllum. Mamma ungans er týnd og keyrt var yfir þrjú systkini hans. Unginn hefur fengið nafnið Tísti því hann tístir svo mikið. Á Borgareyri býr Guðmundur Þór Jónsson, ásamt rússneskri eiginkonu og stjúpsyni. Fimm vikna munaðarlaus andarungi hefur nú bæst við fjölskylduna og lætur hann fara vel um sig á heimilinu þar sem hann fær fyrsta flokks þjónustu og nóg að éta. Skemmtilegast þykir honum að sulla í vatninu í balanum. „Það var þannig að tengdadóttir mín kom að bílslysi, það var keyrt yfir andafjölskyldu, fjórir ungar lágu eftir og öndin hljóp í burtu með fjóra. Svo þegar hún fer að skoða aðstæður lifnaði Tísti við, hinir voru dauðir. Þannig að hún tók hann að sér í fóstur og var með hann í tvær vikur. Nú er hún að fara að eiga tvíbura þannig að þetta var orðið aðeins og mikið fyrir heimilið svo öndin var send í sveitina“, segir Guðmundur Þór. Slysið varð í Grafarvoginum fyrir fimm vikum. Guðmundur segir að dekrað sé við öndina alla daga enda lifi hún lúxuslífi. „Hún vill mest vera inni hjá stráknum, svo syndir hún hér í tjörninni. Hann fór með hana niður á læk í gær, þá hljóp hún á vatninu, hún vildi alls ekki fara á lækinn“.Arsenij Kaganskij er vakinn og sofandi yfir andarunganum og hafa þeir Tísti orðið bestur félagar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Á nóttunni sefur Tísti í plastkassa inn í herbergi hjá Arsenjij Kaganskij. En hvað fær hann helst að éta í sveitinni? „Hann borðar brauð, gras, mjöl og orma“, segir Arsenjij. En hvað verður nú um Tísta? „Við ætlum að ná í einhverja aliönd, einhvern félaga fyrir hana svo hún sé ekki ein“, segir Guðmundur.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira