Innlent

Ætlar að spyrja geimfarann út í það hvernig geimmatur bragðast

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Alheimsmót skáta er haldið í Vestur Viginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti.
Alheimsmót skáta er haldið í Vestur Viginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. AÐSEND
Íslenskur drengur, sem talaði við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni nú rétt fyrir fréttir, segist áhugasamur um himinhvolfin en helst hafi hann viljað spyrja út í það hvernig geimmatur bragðast. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta sem öll vildu spjalla við geimfarann. 

Alheimsmót skáta er haldið í Vestur Viginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. Fimmtíu þúsund börn taka nú þátt frá 152 þjóðum og er 171 íslenskur skáti á staðnum.

„Hér förum við og gerum ýmsa hluti, farið er í leiðtogahæfni, tónlist, klifur, fjölmenningarsamfélag og margt annað slíkt, þannig að það er fullt af fjöri hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins.

Margt er í boði fyrir skátana á alheimsmótinu.AÐSEND
Vegna samstarfs sem er á milli Skátanna og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar bauðst tíu skátum að spjalla við geimfara sem staddur er úti í geimi.

„Í geimstöðinni er bandarískur skáti sem var leiðtogi í skátunum þar. Hann ásamt öðrum innan hreyfingarinnar í Bandaríkjunum komu á samstarfi við að ná sambandi á milli okkar og geimsins,“ sagði Ásgeir.

Skátarnir settu allir nafn sitt í pott og voru tíu skátar dregnir út sem töluðu við geimfara nú klukkan 18 áíslenskum tíma. Hinn 15 ára Guðjón var einn af þeim og er hann að eigin sögn afar spenntur.

„Já ég er alveg frekar spenntur að spjalla við geimfara sem er lengst úti í geimi,“ sagði Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson.

Þá segist hann helst vilja vita hvernig maturinn úti í geimi bragðast.

„Ég ætla að spyrja hann hvernig maturinn er úti í geimnum, hvernig hann smakkast og hvernig það er að fá svona geimmat,“ sagði Guðjón.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×