Gekk hringinn í kringum landið á 43 dögum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 28. júlí 2019 19:49 Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290 Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Hin 16 ára Eva Bryndís lauk göngu sinni hringinn í kringum landið síðdegis í dag. Tilgangur göngunnar var að safna peningi fyrir Barnaspítala Hringsins, en bróðir hennar er langveikur og hefur því dvalið þar. Gangan tók 43 daga en Eva lagði af stað þann 16. júní frá Hafnarfjarðarkirkju. Markmiðið var að klára gönguna á fimmtíu dögum og því ljóst að hún gerði gott betur og kláraði viku fyrr.Sjá einnig: 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Hún gekk að meðaltali 35 kílómetra á hverjum degi og sagði formið hafa komið sér á óvart. Hún viðurkennir að hún sé þreytt eftir gönguna en það skipti litlu máli í samanburði við ævintýrið sem gangan var. Hún segir það hafa verið erfiðast að ganga ein oft á tíðum en spenntust var hún fyrir því að koma aftur heim til þess að sofa í rúminu sínu, borða heitan mat og fá sér ís.Vonar að fyrirtæki sjái sér fært að styrkja „Bróðir minn er langveikur og með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur fjölskyldunni ótrúlega mikið og þetta er smá peningur til þakkar,“ segir Eva og bætir við að fjölskyldan sé afar þakklát spítalanum. Þegar Eva athugaði síðast höfðu safnast 1,4 milljónir en hún vonast til þess að fleiri, og þá sérstaklega fyrirtæki, sjái sér fært að styrkja hana á meðan reikningurinn er enn opinn. Hægt er að styrkja Evu til 29. ágúst, á afmælisdegi hennar, en þá sér hún fram á að afhenda peninginn. Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Bankareikningur: 0545-14-001153 Kennitala: 2908022290
Heilsa Tengdar fréttir 16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. 19. júní 2019 19:52