Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 23:34 Alexei Navalny var handtekinn á miðvikudag og fékk sitt fyrsta ofnæmiskast í fangelsi á sunnudag. Hann liggur nú á sjúkrahúsi. getty/Sefa Karacan Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. Einn læknanna sem hlynnti honum segir kastið geta hafa verið vegna eitrunar af völdum óþekkts efnis. Navalny var flýtt á sjúkrahús úr fangelsi en hann var að afplána 30 daga fangelsisvist fyrir að hafa hvatt til mótmæla sem fóru fram í gær. Á mótmælunum voru 1.400 manns handteknir. Talskona hans, Kira Yarmysh, sagði að Navalny beri merki þess að hafa fengið bráðaofnæmiskast sem einkenndist af „alvarlegum bólgum í andliti og roða í húð.“ Læknir á spítalanum þar sem hann hlaut meðferð sagði í samtali við fréttastofu Interfax að Navalny hafi verið greindur með ofsakláða en liði nú betur. Læknir sem hann hefur áður leitað til náði að skoða hann og tala við hann stuttlega í gegn um rifu á hurð að herbergi hans á sunnudag og sagði að hún gæti ekki útilokað að fyrir honum hafi verið eitrað. „Við getum ekki útilokað að skemmdir á húð og slímhúðhafi hafi orðið af völdum eitrunar vegna óþekkts efnis sem gefið var með hjálp „þriðja aðila,““ skrifaði Anastasia Vasilyeva, læknirinn sem þekkti til hans, á Facebook. Vasilyeva sagði að Navalny hafi haft útbrot á efri líkama, sár á húð og seyti úr auga og bað hún um að sýni af rúmfötum Navalny, úr húð og hári yrðu send til rannsóknar til að gá hvort óeðlileg efni fyndust. Hún sagði að sér þætti það óeðlilegt og grunsamlegt að hún hafi ekki fengið að skoða hann almennilega. Lögmaður Navalny, Olga Mikhailova, skrifaði á Facebook á sunnudagskvöld að læknar vissu ekki hvað amaði að skjólstæðingi hennar en henni þættu sjúkdómseinkenni hans furðuleg í ljósi þess að hann hafi aldrei fengið ofnæmisviðbrögð áður. Navalny varð fyrir alvarlegum efnabruna á hægra auga árið 2017 þegar ráðist var á hann. Læknar náðu að bjarga sjón hans og auganu.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51