Villt tígrisdýr á Indlandi tvöfalt fleiri en 2014 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:50 Villtum tígrisdýrum hefur fjölgað verulega frá því árið 2014 á Indlandi og nema nú um 3 þúsund dýrum. getty/Sergei Chuzavkov Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð. Dýr Indland Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Indverski tígrisdýrastofninn hefur stækkað og eru næstum 3.000 tígrisdýr á Indlandi, sem gerir landið það eitt öruggasta búsvæði fyrir dýrin sem eru í útrýmingarhættu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, birti tölur um fjölda dýranna árið 2018 á mánudag og sagði það „sögulegt afrek“ fyrir Indland þar sem stofninn hafði dvínað niður í aðeins 1.400 dýr fyrir um 15 árum síðan. Tígrisdýr eru talin á Indlandi á fjögurra ára fresti og segir Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, að dýrin hafi verið 2.226 talsins árið 2014. Tígrisdýrið er þjóðardýr Indlands og er stofn tígrisdýra í útrýmingarhættu samkvæmt náttúruverndunarlögum landsins. Átök milli manna og tígrisdýra hafa aukist verulega síðan á áttunda áratugnum, þegar Indland setti á laggirnar verndunarátak fyrir tígrisdýr þar sem vernduð svæði í þjóðgörðum voru tileinkuð dýrunum og það varð glæpur að drepa þau.Hvítur Bengal tígur.getty/Steve Winter„Með því að ná stofninum upp í um þrjú þúsund dýr er Indland orðið eitt stærsta og öruggasta búsvæðisvæði fyrir þau í heiminum,“ sagði Modi og hrósaði öllum þeim sem ættu hlut í að vernda dýrin í landinu. „Fyrir níu árum síðan var ákveðið á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi að markmiðið væri að tvöfalda tígrisdýrastofninn árið 2022. Við á Indlandi náðum því markmiði fjórum árum fyrr en áætlað var,“ sagði hann. Hann sagði einnig að vernduð svæði væru orðin 860 en árið 2014 voru þau 692. Einnig hafi friðuðum svæðum í einkaeign fjölgað úr 43 í 100 frá árinu 2014. Belinda Wright, stofnandi Verndunarsamtaka náttúrulífs á Indlandi (Wildlife Protection Society of India) sagði að Indland ætti að vera stolt af árangri sínum þar sem þessi nýjasta rannsókn væri mun viðameiri og nákvæmari en fyrri rannsóknir.Hjörð indverskra fíla úti í náttúrunni.getty/Oleksandr Rupeta„Við eigum enn langt í land til að tryggja framtíð villtra tígrisdýra,“ sagði hún og bætti við að átök á milli tígrisdýra og manna væri eitt stærsta vandamál verndunaraðgerða vegna þess að íbúafjöldi Indlands væri svo mikill. Átökin á milli dýralífs, sem orsakast af minnkandi skógum og gresjum, og manna eru banvæn. Upplýsingar frá yfirvöldum sýna að á hverjum degi deyi einn einstaklingur vegna tígrisdýra eða fíla. Í síðustu viku eltu nokkrir þorpsbúar uppi tígrisynju og drápu hana með prikum, eftir að hún drap konu sem vann á bóndabæ í Khiri þorpinu á norður Indlandi. Svæðið er hluti af Pilibhit tígrisdýragarðinum, sagði Vivek Tiwari, skógarvörður. Tiwari sagði að lögreglan hafi handtekið fjóra þorpsbúa. Svæðið er nærri 350 km. austur af Nýju Delí. Wright sagði að yfirvöld ættu ekki að Slaka á verndunaraðgerðum og ættu að forðast „stór línuleg inngrip, þar á meðal vegi, lestarteina, rafmagnslínur og skurði í gegn um vernduð svæði þar sem það gæti aukið tíðni átaka á milli tígrisdýra og manna.“ Fílar og tígrisdýr Indlands eru meðal þeirra dýra sem mest eru veidd í landinu. Bein og skögultennur þeirra eru eftirsótt og seld á svarta markaðnum til notkunar í kínverskum lækningum. Fílar eru einnig í hættu vegna lesta á ferð.
Dýr Indland Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira