Þessi Evrópumeistari með Liverpool liðinu á síðasta tímabili er að leita sér að nýju félagi eftir að samningur hans rann út. Sumarfríið hefur hins vegar ekki gengið nægilega vel.
Innbrotsþjófar brutu sér leið inn inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og stálu ýmislegu þar á meðal hundinum Lucci sem er af Pomeranian-kyni.
Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge bauð síðan fimm milljónir í fundarlaun fyrir þennan stórmerkilega hund sem er með sinn eigin Instagram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja.
Daniel Sturridge’s dog has been found pic.twitter.com/MSQW3vvo8f
— B/R Football (@brfootball) July 10, 2019
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC News sagði frá því að hundurinn sé fundinn og kominn aftur í hendur Daniel Sturridge.
Lögreglan í Los Angeles fann Lucci í morgun, að bandarískum tíma, og handtók engan.
Allt bendir til þess að fólkið sem var með hundinn hafi ekkert komið við sögu í innbrotinu.
Daniel Sturridge’s dog has reportedly been returned to him
Great news! pic.twitter.com/gAHLQZUxBV
— GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 10, 2019