Upphitun: Heimsmeistarinn Hamilton á heimavelli um helgina Bragi Þórðarson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Lewis Hamilton getur orðið sigursælasti ökuþór í sögu breska kappakstursins um helgina. Getty Tíunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Silverstone brautinni um helgina. Brautin er ein sú þekktasta í Formúlunni þar sem fyrsta keppni heimsmeistaramótsins fór þar fram árið 1950. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, leiðir mótið í ár með 31 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Hamilton hefur unnið breska kappaksturinn alls fimm sinnum, engin hefur unnið oftar en bæði Alain Prost og Jim Clark unnu einnig fimm sinnum í Bretlandi. Með sigri um helgina getur Lewis því slegið metið. Mercedes liðið lenti í vandræðum í síðustu keppni er vélarnar í báðum bílum liðsins ofhitnuðu. Því vonast Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir köldu veðri um helgina. Silverstone brautin hefur reynst mikill dekkjabani í gegnum tíðina. Sebastian Vettel sprengdi vinstra framdekk í keppninni árið 2017.GettyHröðu beygjurnar ótrúlega krefjandiÞað sem einkennir Silverstone brautina eru allar hröðu beygjurnar. Þetta þýðir að kappaksturinn er mjög krefjandi á dekkin eins og hefur sýnt sig í gegnum árin. Árið 2013 lentu fimm ökumenn í því að dekk sprakk á bílum þeirra og fyrir tveimur árum sprakk á báðum Ferrari bílunum á lokahringjum keppninnar. Síðasta æfingin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 09:50 á laugardaginn og þremur tímum seinna hefjast tímatökur. Útsending frá kappakstrinum byrjar svo klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tíunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Silverstone brautinni um helgina. Brautin er ein sú þekktasta í Formúlunni þar sem fyrsta keppni heimsmeistaramótsins fór þar fram árið 1950. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, leiðir mótið í ár með 31 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Hamilton hefur unnið breska kappaksturinn alls fimm sinnum, engin hefur unnið oftar en bæði Alain Prost og Jim Clark unnu einnig fimm sinnum í Bretlandi. Með sigri um helgina getur Lewis því slegið metið. Mercedes liðið lenti í vandræðum í síðustu keppni er vélarnar í báðum bílum liðsins ofhitnuðu. Því vonast Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir köldu veðri um helgina. Silverstone brautin hefur reynst mikill dekkjabani í gegnum tíðina. Sebastian Vettel sprengdi vinstra framdekk í keppninni árið 2017.GettyHröðu beygjurnar ótrúlega krefjandiÞað sem einkennir Silverstone brautina eru allar hröðu beygjurnar. Þetta þýðir að kappaksturinn er mjög krefjandi á dekkin eins og hefur sýnt sig í gegnum árin. Árið 2013 lentu fimm ökumenn í því að dekk sprakk á bílum þeirra og fyrir tveimur árum sprakk á báðum Ferrari bílunum á lokahringjum keppninnar. Síðasta æfingin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 09:50 á laugardaginn og þremur tímum seinna hefjast tímatökur. Útsending frá kappakstrinum byrjar svo klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira