End of Sentence sýnd á RIFF Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:00 Plakat fyrir myndina. Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fótspor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26. september. Kvikmyndin skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fótspor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira