Erlent

Hömluðu för breskra olíu­flutninga­skipa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hassan Rouhani er forseti Írans.
Hassan Rouhani er forseti Írans. vísir/getty
Íranskir herbátar reyndu í nótt að hamla för breskra olíuflutningaskipa sem voru á leið í gegnum Hormuz sund.

Talið er að bátarnir tilheyri Byltingarverðinum svokallaða, úrvalssveitum klerkastjórnarinnar í Teheran.

Engum skotum var hleypt af en bresk freigáta kom olíuskipunum til bjargar og stuggaði írönsku bátunum á brott.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Breta segir að þar á bæ séu menn uggandi yfir þeirri spennu sem nú sé á svæðinu og eru Íranir hvattir til að draga úr þeirri spennu með því að láta af hátterni sem þessu, en alþjóðalög tryggja för skipa um Hormuz sund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×