Innlent

Bein útsending: Atkvæðagreiðsla í mannréttindaráðinu um tillögu Íslands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna mun fyrir hádegi greiða atkvæði um tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum.

Atkvæðagreiðslan hefst um klukkan 9:30 að íslenskum tíma en fyrst verða greidd atkvæði um ályktun um Erítreu. Ályktun Íslands kemur þar á eftir.

Sýnt er beint frá atkvæðagreiðslunni og má fylgjast með henni í spilaranum hér fyrir neðan. Í viðhengi hér neðst í fréttinni má síðan nálgast tillögu Íslands í heild sinni en í henni felst meðal annars að mannréttindastjóri SÞ, Michelle Bachelet, láti fara fram óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum.

Tengd skjöl

Tillaga Íslands í mannréttindaráði SÞ vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×