Taylor Swift tekjuhæsta stjarnan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2019 10:13 Taylor Swift á fyrir salti í grautinn. Emma McIntyre/Getty Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér. Hollywood Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér.
Hollywood Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira