Taylor Swift tekjuhæsta stjarnan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2019 10:13 Taylor Swift á fyrir salti í grautinn. Emma McIntyre/Getty Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér. Hollywood Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér.
Hollywood Tónlist Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira