Rauði krossinn mun áfram sinna rekstri sjúkrabíla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 15:05 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, eftir undirritun samkomulagsins. Stjórnarráðið Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa nú loks náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi frá ríkinu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Greint er frá samkomulaginu í tilkynningu frá Sjúkratryggingum og RKÍ en fyrirliggjandi samningur rann út fyrir rúmum þremur árum, eða í lok árs 2015. Hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Í kjölfar samkomulagsins, sem gildir til loka árs 2022, verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Má vænta þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Þá er reiknað með því að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. „Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa nú loks náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi frá ríkinu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Greint er frá samkomulaginu í tilkynningu frá Sjúkratryggingum og RKÍ en fyrirliggjandi samningur rann út fyrir rúmum þremur árum, eða í lok árs 2015. Hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Í kjölfar samkomulagsins, sem gildir til loka árs 2022, verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Má vænta þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Þá er reiknað með því að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. „Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43
Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47