Rauði krossinn mun áfram sinna rekstri sjúkrabíla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 15:05 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, eftir undirritun samkomulagsins. Stjórnarráðið Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa nú loks náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi frá ríkinu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Greint er frá samkomulaginu í tilkynningu frá Sjúkratryggingum og RKÍ en fyrirliggjandi samningur rann út fyrir rúmum þremur árum, eða í lok árs 2015. Hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Í kjölfar samkomulagsins, sem gildir til loka árs 2022, verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Má vænta þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Þá er reiknað með því að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. „Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa nú loks náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi frá ríkinu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Greint er frá samkomulaginu í tilkynningu frá Sjúkratryggingum og RKÍ en fyrirliggjandi samningur rann út fyrir rúmum þremur árum, eða í lok árs 2015. Hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Í kjölfar samkomulagsins, sem gildir til loka árs 2022, verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Má vænta þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Þá er reiknað með því að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. „Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43
Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47