Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 17:17 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni. Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni.
Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira