Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2019 20:15 Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Um þúsund manns misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air féll þann fyrsta apríl síðastliðinn. Nokkur hluti þeirra virðist hafa fengið atvinnu strax því hópurinn skráði sig ekki allan á atvinnuleysiskrá að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. „Það sóttu um rúmlega um 780 manns hjá okkur fyrsta apríl og enn eru 608 án atvinnu sem að okkur finnst ansi mikið.“ Hún segir fólk búið að leita mikið. „Þetta fólk er í stöðugri atvinnuleit en þetta er stór hópur með svipaðan bakgrunn og kannski ekki svo mörg störf í boði en við sjáum hvað setur þegar líður á haustið.“ Unnur segir misskilning að í hópnum séu hjúkrunarfræðingar. „Það er ekki einn hjúkrunarfræðingur í hópnum og koma aldrei inn í hópinn þannig að þetta var einhver saga sem kom upp og það er heldur ekki kennari í hópnum ef mig misminnir ekki.“ Atvinnuleysi í maí mældist 3,6 prósent samanborið við 2,2 prósent atvinnuleysi á sama tíma í fyrra. Unnur segir um augljósan samdrátt milli ára og framboð á störfum sé mun minna en áður en sér þó fram á bjartari tíma. „Ég held að þetta sé alveg eðlileg sveifla og hlutirnir snúist við alveg á næsta ári.“ Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta of lágt hlutfall en það skýrist af litlu vinnuframboði og einsleitum starfsmannahópi. Hún telur að ástandið gæti skánað með haustinu. Um þúsund manns misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air féll þann fyrsta apríl síðastliðinn. Nokkur hluti þeirra virðist hafa fengið atvinnu strax því hópurinn skráði sig ekki allan á atvinnuleysiskrá að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra Vinnumálastofnunar. „Það sóttu um rúmlega um 780 manns hjá okkur fyrsta apríl og enn eru 608 án atvinnu sem að okkur finnst ansi mikið.“ Hún segir fólk búið að leita mikið. „Þetta fólk er í stöðugri atvinnuleit en þetta er stór hópur með svipaðan bakgrunn og kannski ekki svo mörg störf í boði en við sjáum hvað setur þegar líður á haustið.“ Unnur segir misskilning að í hópnum séu hjúkrunarfræðingar. „Það er ekki einn hjúkrunarfræðingur í hópnum og koma aldrei inn í hópinn þannig að þetta var einhver saga sem kom upp og það er heldur ekki kennari í hópnum ef mig misminnir ekki.“ Atvinnuleysi í maí mældist 3,6 prósent samanborið við 2,2 prósent atvinnuleysi á sama tíma í fyrra. Unnur segir um augljósan samdrátt milli ára og framboð á störfum sé mun minna en áður en sér þó fram á bjartari tíma. „Ég held að þetta sé alveg eðlileg sveifla og hlutirnir snúist við alveg á næsta ári.“
Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15