Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Fréttablaðið Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. „Við erum með hundrað og fjórtán manns á biðlista núna eftir tunnum en þær koma líklega í næstu viku,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg. Mikil eftirspurn hefur verið hjá borgarbúum eftir grænum tunnum sem notaðar eru til að flokka plast frá öðru rusli. Guðmundur segir að alltaf sé að bætast í hóp þeirra sem vilji flokka heimilissorp til endurvinnslu og að von sé á um 600 nýjum grænum tunnum til landsins. „Það virðist spyrjast út og smita út frá sér þegar íbúar fá sér græna tunnu.“ Árni Erlingsson, viðskiptastjóri Gámaþjónustunnar, tekur undir orð Guðmundar og segir að eftirspurn eftir endurvinnslutunnum hafi aukist jafnt og þétt hjá fyrirtækinu. „Þetta er alltaf að aukast. Það er mikill áhugi fyrir flokkun og mikið er spurt hvernig eigi að flokka og annað. Það er greinilega mikil vakning í samfélaginu.“ Það plast sem sent er til endurvinnslu hefur í gegnum tíðina að mestu leyti verið sent til Kína en síðastliðinn vetur hætti landið að taka við plasti til endurvinnslu. „Eftir að Kínverjarnir lokuðu markaðnum þá fór allt eiginlega á hliðina en við erum að vona að það verði komið betra skikk á þetta síðar á árinu,“ segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Nú fer plastið að mestu leyti í orkuendurvinnslu. Það fer í fjarvarma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.“Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.Björn bætir við að með því að endurvinna plastið í orku sé því komið í hringrás í stað þess að það sé urðað. „Svona fer þetta í nýtingu annars staðar, hjá þeim sem þurfa á orkunni að halda, jafnvel þó að þetta sé ekki efnisendurunnið þá fer þetta samt sem áður í betri farveg heldur en að fara í urðun.“ Hluti plasts sem fellur til hjá Íslendingum fer enn í efnisendurvinnslu og verður þannig að öðru plasti. „Eins og plastflöskur undan gosdrykkjum til dæmis, þær eru enn þá fluttar út og eru notaðar meðal annars í flíspeysur. Svo auðvitað flytjum við þær heim, þvoum þær og hvert fer þá plastið? Beint út í sjó, svo það er vandlifað en auðvitað er best að koma plastinu í hringrás og flokka ruslið.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira