Almenningsrými við Miðbakka opnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:45 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30