Efast um tölurnar í dómnum Ari Brynjólfsson skrifar 13. júlí 2019 07:00 Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01