Dúkkaði upp rammvillt eftir 20 kílómetra göngu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:02 Frá Landmannalaugum. Samferðafólk konunnar safnaðist þar saman í gær og tók eftir því að hana vantaði. Viktor Einar Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi. Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns í sjálfheldu á gönguleiðinni inn með Hafrafelli við Svínafellsjökul. Maðurinn sem er á sjötugsaldri hafði farið út af gönguleiðinni og niður nokkurn bratta og hrasaði þar í skriðum og féll nokkra metra. Hann sat fastur á neðstu syllunni rétt fyrir ofan lónið við Svínafellsjökul. Björgunarsveitafólk úr Öræfum fór á staðinn og þurfti að síga niður til mannsins til að koma honum upp á öruggan hátt. Hann hafði fengið grjót í sig og slasast á höfði. Manninum var komið upp skriðurnar aftur á gönguleiðina og fylgt að sjúkrabíl, þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu að sárum hans.Kona viðskila við gönguhóp á Fjallabaki Erlend göngukona varð viðskila við samferðafólk sitt á Fjallabaki eftir að hafa verið á göngu bróðurpart dagsins. Hún hafði ekki skilað sér þegar hópurinn safnaðist saman við rútu í Landmannalaugum seinni partinn í dag. Björgunarsveitarfólk á hálendisvakt fóru að grennslast fyrir um konuna og leitaði hennar og vísbendinga um ferðir hennar víða um svæðið. Um klukkan sjö, þegar byrjað var að skipuleggja næstu skref leitaraðgerða þá skilaði hún sér sjálf í skálann við Álftavatn. Þá kom í ljós að hún hafði verið rammvillt og hafði gengið rúma 20 kílómetra, hún var ómeidd en svöng og þreytt. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana við að komast til móts við samferðafólk sitt. Kona féll af hestbaki á Króksleið Á svipuðum tíma og göngukonan skilaði sér við Álftavatn barst útkall til björgunarsveita á Suðurlandi vegna konu sem fallið hafði af hestbaki á Króksleið rétt neðan Þverárbotna. Hún var á leiðinni af Fljótshlíðarafrétti yfir á Rangárvallaafrétt. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og hlúði að henni og stuttu seinna komu sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveit. Ákveðið var að flytja konuna með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Á meðan þessi verkefni voru í gangi voru tvær konur fastar í bíl á eyri í ánni Syðri ófæru og komust ekki í land. Þær biðu eftir hálendisvaktarhópi.
Björgunarsveitir Hornafjörður Rangárþing ytra Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira